Lífið

Var út­húðuð af skipu­leggjanda en vann Ung­frú al­heim

Atli Ísleifsson skrifar
Fátima Bosch Fernández er nýr Ungfrú alheimur.
Fátima Bosch Fernández er nýr Ungfrú alheimur. AP

Hin mexíkóska Fátima Bosch Fernández, Ungfrú Mexíkó, vann í nótt fegurðarkeppnina Ungfrú alheimur, Miss Universe 2025, sem fram fór í Taílandi. Í aðdraganda keppninnar vakti það sérstaklega þegar taílenskur framkvæmdastjóri keppninnar úthúðaði Bosch Fernández og sigaði gæsluna á hana.

Keppnin fór fram í taílensku höfuðborginni Bangkok í dag en þetta var í 74. skipti sem keppnin er haldin. 

Hin taílenska Veena Praveenar Singh hafnaði í öðru sæti keppninnar, en Ungfrú Filippseyjar, Venesúela og Fílabeinsströndin höfnuðu sömuleiðis í fimm efstu sætum keppninnar.

Ungfrú Mexíkó.AP

Vísir sagði frá því fyrr í mánuðinum að allt léki á reiðiskjálfi í herbúðum fegurðasamkeppninnar eftir að taílenskur framkvæmdastjóri keppninar kallaði hina 25 ára ungfrú Mexíkó „heimska“ á viðburði og stóð þá fjöldi keppenda upp og yfirgaf í kjölfarið salinn, þar á meðal ríkjandi Ungfrú alheimur, hin danska Victoria Kjær Theilvig.

Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Ungfrú alheims og varaforseti Asíu- og Eyjaálfuhluta keppninnar og forseti Ungfrúar Taílands, missti sig og beindi sérstaklega orðum sínum að Bosch Fernández og gagnrýndi hana fyrir að hafa misst af myndatöku fyrir samfélagsmiðla. Hann hafði þá lýst yfir mikilvægi þess fyrir keppendum að kynna Taíland fyrir umheiminum. Til orðaskipta kom milli hennar og Itsaragrisil sem sigaði þá öryggisvörðum á hana til að fylgja henni út úr salnum. Nánar má lesa um atvikið í frétt Vísis.

Hin taílenska Veena Praveenar Singh hafnaði í öðru sæti keppninnar, en Ungfrú Filippseyjar, Venesúela og Fílabeinsströndin höfnuðu einnig í fimm efstu sætum keppninnar.


Tengdar fréttir

Óhuggulegt fall fegurðardrottningar

Ungfrú Jamaíka fékk harkalegan skell þegar hún datt af sviðinu í undankeppni Ungfrúar alheims í Taílandi í gær. Hún var borin á sjúkrabörum af vettvangi og flutt á sjúkrahús.

Hættir við keppni í Ungfrú alheimi

Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland fyrr í ár og þar með farseðil á Ungfrú alheim sem fram fer í Taílandi hefur dregið sig úr keppni vegna veikinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.