Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 21:51 Steinar Kaldal vonast eftir að nýi Bandaríkjamaðurinn styrki Ármenninga til góðra verka. vísir/diego Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, segir að nýliðarnir hafi ekki haft orku til að berjast við Njarðvík allt til loka í leik liðanna í IceMar-höllinni í kvöld. Nýr Bandaríkjamaður er á leið í Laugardalinn. Ármann tapaði með 24 stigum fyrir Njarðvík, 99-75, og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Bónus deildinni. Ármenningar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í þrjú stig en nær komust þeir ekki. „Við erum inni í leiknum fram í miðjan 3. leikhluta en þá náðu þeir góðu áhlaupi á okkur og forystu fyrir 4. leikhluta og það dró vindinn úr okkur,“ sagði Steinar í leikslok. „Við erum þunnskipaðir og menn verða þreyttir. Við vorum komnir í villuvandræði, þurftum að dreifa álaginu og þeir keyrðu á okkur og voru betri í seinni hálfleik.“ Ármenningar voru án bandarísks leikmanns í kvöld en Steinar segir að nýr Kani sé væntanlegur til liðsins. „Við eigum von á leikmanni vonandi sem allra fyrst. Það er stutt í það,“ sagði þjálfarinn. En hvers konar leikmaður er nýi Kaninn? „Þetta er svona „combo“ bakvörður sem getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur. Hann getur vonandi tekið að sér leikstjórnandahlutverk í bland við hina sem eru að spila það og frákastað. Okkur vantar menn í fráköst og styrk gegn þessum liðum. Við erum að vonast til að hann komi með það fyrir okkur,“ svaraði Steinar. Þrátt fyrir að Ármann hafi tapað öllum átta leikjum sínum í Bónus deildinni segir Steinar að andinn í hópi nýliðanna sé góður. „Mórallinn á æfingum er góður. Það eru allir meðvitaðir, og voru það frá byrjun, hvað við vorum að koma inn í þessa deild. Við erum með yngsta og óreyndasta lið deildarinnar. Umgjörðin hjá okkur er lítil þótt það séu stórkostlegir sjálfboðaliðar í kringum Ármann,“ sagði Steinar. „Það var meðvitund um að þetta yrði erfitt. Auðvitað er hundleiðinlegt að tapa leik eftir leik en við erum bara brattir að vinna inni í þeim ramma sem við erum með. Við ætlum að halda áfram að gera það og við reynum að byggja á atriðum sem ganga vel, setja okkur markmið leik fyrir leik og ætlum að halda því áfram,“ bætti Steinar við að endingu. Bónus-deild karla Ármann Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Sjá meira
Ármann tapaði með 24 stigum fyrir Njarðvík, 99-75, og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Bónus deildinni. Ármenningar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og minnkuðu muninn í þrjú stig en nær komust þeir ekki. „Við erum inni í leiknum fram í miðjan 3. leikhluta en þá náðu þeir góðu áhlaupi á okkur og forystu fyrir 4. leikhluta og það dró vindinn úr okkur,“ sagði Steinar í leikslok. „Við erum þunnskipaðir og menn verða þreyttir. Við vorum komnir í villuvandræði, þurftum að dreifa álaginu og þeir keyrðu á okkur og voru betri í seinni hálfleik.“ Ármenningar voru án bandarísks leikmanns í kvöld en Steinar segir að nýr Kani sé væntanlegur til liðsins. „Við eigum von á leikmanni vonandi sem allra fyrst. Það er stutt í það,“ sagði þjálfarinn. En hvers konar leikmaður er nýi Kaninn? „Þetta er svona „combo“ bakvörður sem getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur. Hann getur vonandi tekið að sér leikstjórnandahlutverk í bland við hina sem eru að spila það og frákastað. Okkur vantar menn í fráköst og styrk gegn þessum liðum. Við erum að vonast til að hann komi með það fyrir okkur,“ svaraði Steinar. Þrátt fyrir að Ármann hafi tapað öllum átta leikjum sínum í Bónus deildinni segir Steinar að andinn í hópi nýliðanna sé góður. „Mórallinn á æfingum er góður. Það eru allir meðvitaðir, og voru það frá byrjun, hvað við vorum að koma inn í þessa deild. Við erum með yngsta og óreyndasta lið deildarinnar. Umgjörðin hjá okkur er lítil þótt það séu stórkostlegir sjálfboðaliðar í kringum Ármann,“ sagði Steinar. „Það var meðvitund um að þetta yrði erfitt. Auðvitað er hundleiðinlegt að tapa leik eftir leik en við erum bara brattir að vinna inni í þeim ramma sem við erum með. Við ætlum að halda áfram að gera það og við reynum að byggja á atriðum sem ganga vel, setja okkur markmið leik fyrir leik og ætlum að halda því áfram,“ bætti Steinar við að endingu.
Bónus-deild karla Ármann Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum