Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 21:36 Njarðvíkingarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa unnið tvo leiki í röð í Bónus deild karla. vísir/anton Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur eftir sigurinn á Ármanni, 99-75, í kvöld. Hann viðurkenndi að það hafi verið snúið að undirbúa liðið fyrir leikinn eftir áfall síðustu viku, þegar Mario Matasovic sleit krossband í hné. „Þetta er beggja blands. Auðvitað auðveldar þetta einhvers konar hvatningu. Það er ekki allt með okkur, menn þurfa að stíga upp og aðrir fá tækifæri. Menn þurfa að bæta við sig snúningi,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leikinn í Njarðvík í kvöld. „En ég ætla ekki að ljúga að þér, síðustu helgi og inn í vikuna var maður ótrúlega svekktur bæði fyrir hönd Marios og okkar liðs. Það er erfitt að fá hans ígildi til baka, hann er íslenskur leikmaður og þetta breytir aðeins hvernig við horfum á hlutina. Við þurfum að finna nýjar lausnir og finna hvar við erum settir þar.“ En hvernig fannst Rúnari Njarðvíkingar svara mótlætinu í leiknum í kvöld? „Mér fannst við svara þessu flott. Menn eru að spila í öðrum stöðum, Dwayne Lautier er að spila meira í fjarkanum en hann getur nýst okkur rosa vel þannig. Þegar hann kom inn á undir lokin í þristinum bað hann um að vera í fjarkanum því það býr til nýja möguleika fyrir hann sem við erum að vinna með,“ svaraði Rúnar. „En heilt yfir voru allir tilbúnir. Guðmundur Aron [Jóhannesson], sem hefur lítið spilað, kemur inn, á flottar mínútur og setti stórt skot niður í fyrri hálfleik.“ Varnarleikur Njarðvíkur hefur ekki verið sterkur framan af tímabili en jákvæð teikn hafa verið á lofti hvað vörnina varðar í síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Ármanni. „Æfingavikan hefur snúið um það að laga smáatriði og vinna í þeim. Það er fullt sem við getum bætt. Þetta snýst meira og minna um samskipti, sérstaklega þegar við erum að breyta á milli afbrigða og hlutverka hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að gera fínt en við erum ekki að spila gegn bestu sóknarliðunum þótt Ármenningar hafi skorað mikið í sínum leikjum. Markmiðið í kvöld var að gera Braga Guðmundssyni erfitt fyrir í kvöld og hann hitti úr þremur af ellefu skotum sínum sem er það minnsta sem hann hefur gert á tímabilinu. Það er frábært að við séum að finna smá lykt af því að vera með hlutina á hreinu í vörninni,“ bætti Rúnar við. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Auðvitað auðveldar þetta einhvers konar hvatningu. Það er ekki allt með okkur, menn þurfa að stíga upp og aðrir fá tækifæri. Menn þurfa að bæta við sig snúningi,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leikinn í Njarðvík í kvöld. „En ég ætla ekki að ljúga að þér, síðustu helgi og inn í vikuna var maður ótrúlega svekktur bæði fyrir hönd Marios og okkar liðs. Það er erfitt að fá hans ígildi til baka, hann er íslenskur leikmaður og þetta breytir aðeins hvernig við horfum á hlutina. Við þurfum að finna nýjar lausnir og finna hvar við erum settir þar.“ En hvernig fannst Rúnari Njarðvíkingar svara mótlætinu í leiknum í kvöld? „Mér fannst við svara þessu flott. Menn eru að spila í öðrum stöðum, Dwayne Lautier er að spila meira í fjarkanum en hann getur nýst okkur rosa vel þannig. Þegar hann kom inn á undir lokin í þristinum bað hann um að vera í fjarkanum því það býr til nýja möguleika fyrir hann sem við erum að vinna með,“ svaraði Rúnar. „En heilt yfir voru allir tilbúnir. Guðmundur Aron [Jóhannesson], sem hefur lítið spilað, kemur inn, á flottar mínútur og setti stórt skot niður í fyrri hálfleik.“ Varnarleikur Njarðvíkur hefur ekki verið sterkur framan af tímabili en jákvæð teikn hafa verið á lofti hvað vörnina varðar í síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Ármanni. „Æfingavikan hefur snúið um það að laga smáatriði og vinna í þeim. Það er fullt sem við getum bætt. Þetta snýst meira og minna um samskipti, sérstaklega þegar við erum að breyta á milli afbrigða og hlutverka hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að gera fínt en við erum ekki að spila gegn bestu sóknarliðunum þótt Ármenningar hafi skorað mikið í sínum leikjum. Markmiðið í kvöld var að gera Braga Guðmundssyni erfitt fyrir í kvöld og hann hitti úr þremur af ellefu skotum sínum sem er það minnsta sem hann hefur gert á tímabilinu. Það er frábært að við séum að finna smá lykt af því að vera með hlutina á hreinu í vörninni,“ bætti Rúnar við.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum