Menning

Frum­sýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý.
Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý.

Litríka tvíeykið Skoppa og Skrítla snýr aftur eftir nokkurra ára hlé og efnir til tónleikasýningar á aðventunni. Í tilefni þess hafa þær sent frá sér nýtt lag sem ber heitið „Fyrstu jólin mín“. Lagið og myndbandið er frumsýnt hér á Vísi.

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttur lögðu skotthúfurnar á hilluna árið 2021, eftir átján ár í hlutverkum Skoppu og Skrítlu, að því er þær héldu þá endanlega. 

Á síðasta ári hlutu þær heiðursverðlaun á Sögum – verðlaunahátíð barnanna. Verðlaunin kveiktu í þeim neista sem leiddi til ákvörðunar þeirra um að vekja Skoppu og Skrítlu úr dvala.

Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið sem er eftir Hall Ingólfsson og flutt af Skoppu og Skrítlu. 

Klippa: Skoppa og Skrítla - Fyrstu jólin mín

Tónleikasýningin Jólapartý Skoppu og Skrítlu verður frumsýnd næstkomandi laugardag en að henni stendur einvalalið barna og fullorðinna. Fram koma Jóhanna Guðrún og Páll Óskar og á henni má sjá bregða fyrir góðkunnum persónum úr skáldheimi Skoppu og Skrítlu á borð við Zúmma, Lúsí og Bakara Svakara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.