Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2025 07:02 DeAndre Kane fór hundfúll af velli, mátti þola hróp og köll, og skömmu síðar fór ruslatunnan á flug. Skjáskot/Sýn Sport „Ég hef aldrei séð þetta áður, að maður fái tvær tæknivillur og hendi svo ruslatunnu,“ sagði Teitur Örlygsson í Tilþrifunum á Sýn Sport, þegar hegðun Grindvíkingsins DeAndre Kane í Breiðholti í gærkvöld var til umræðu. Kane var rekinn úr húsi í fjórða leikhluta, eftir tvær tæknivillur, og var því ekki viðstaddur í lokin þegar topplið Bónus-deildarinnar í körfubolta fagnaði sínum sjöunda sigri í röð. Bandaríkjamaðurinn var vægast sagt óánægður með ákvörðun dómaranna og eflaust hefur ekki hjálpað til að þurfa að hlusta á hróp og köll líflegra stuðningsmanna ÍR í Skógarselinu. Hann tók sér sinn tíma í að fara af velli og stoppaði svo við útganginn, á milli stuðningsmanna liðanna, í drjúga stund áður en ruslatunnan sem þar var fór svo á flug. Meira sást svo ekki til Kane. Sérfræðingarnir í Tilþrifunum, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru ekki beinlínis undrandi á því að Kane væri að koma sér í fréttirnar af óæskilegum ástæðum enda hefur það gerst ítrekað síðustu ár. Klippa: Umræða um Kane og ruslakastið „Þetta er gömul saga og ný, svo við verðum nú aðeins hóflegir. Það gerist ekkert. Hann fer í eitthvað bann í versta falli og svo bara áfram gakk,“ sagði Jón Halldór, eða Jonni, og voru þeir Teitur ánægðir með viðbrögð Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur. „Þetta gerist einu sinni á ári, búið að gerast síðustu þrjú ár,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. „Ég er búinn að gera mitt, ég er búinn að spjalla við hann og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu. Svo er það bara þeirra sem stýra skútunni fyrir utan völlinn að ákveða hvert framhaldið verður. Ég var að horfa á Last Dance aftur, og þar talaði Phil Jackson um það að í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak. Við skulum bara hafa það þannig,“ sagði Jóhann og Teitur hreifst af þessum viðbrögðum: „Jói er ekki að eyða neinni orku eða dramatík í þetta lengur. Hann lætur bara einhverja aðra fyrir utan völlinn sjá um það og einbeitir sér bara að liðinu. Hann veit alveg að Kane kemur bara sterkari til baka,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12. nóvember 2024 11:33 „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17. október 2024 22:52 „Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. 4. maí 2024 11:31 Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Kane var rekinn úr húsi í fjórða leikhluta, eftir tvær tæknivillur, og var því ekki viðstaddur í lokin þegar topplið Bónus-deildarinnar í körfubolta fagnaði sínum sjöunda sigri í röð. Bandaríkjamaðurinn var vægast sagt óánægður með ákvörðun dómaranna og eflaust hefur ekki hjálpað til að þurfa að hlusta á hróp og köll líflegra stuðningsmanna ÍR í Skógarselinu. Hann tók sér sinn tíma í að fara af velli og stoppaði svo við útganginn, á milli stuðningsmanna liðanna, í drjúga stund áður en ruslatunnan sem þar var fór svo á flug. Meira sást svo ekki til Kane. Sérfræðingarnir í Tilþrifunum, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson, voru ekki beinlínis undrandi á því að Kane væri að koma sér í fréttirnar af óæskilegum ástæðum enda hefur það gerst ítrekað síðustu ár. Klippa: Umræða um Kane og ruslakastið „Þetta er gömul saga og ný, svo við verðum nú aðeins hóflegir. Það gerist ekkert. Hann fer í eitthvað bann í versta falli og svo bara áfram gakk,“ sagði Jón Halldór, eða Jonni, og voru þeir Teitur ánægðir með viðbrögð Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur. „Þetta gerist einu sinni á ári, búið að gerast síðustu þrjú ár,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. „Ég er búinn að gera mitt, ég er búinn að spjalla við hann og hann er búinn að biðjast afsökunar á þessu. Svo er það bara þeirra sem stýra skútunni fyrir utan völlinn að ákveða hvert framhaldið verður. Ég var að horfa á Last Dance aftur, og þar talaði Phil Jackson um það að í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak. Við skulum bara hafa það þannig,“ sagði Jóhann og Teitur hreifst af þessum viðbrögðum: „Jói er ekki að eyða neinni orku eða dramatík í þetta lengur. Hann lætur bara einhverja aðra fyrir utan völlinn sjá um það og einbeitir sér bara að liðinu. Hann veit alveg að Kane kemur bara sterkari til baka,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12. nóvember 2024 11:33 „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17. október 2024 22:52 „Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. 4. maí 2024 11:31 Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
„Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Formaður Körfuknattleikssambands Íslands óttast ekki fjölgun mála á borð við það sem körfuknattleiksdeild Grindavíkur var dæmd fyrir, vegna hegðunar DeAndre Kane í hálfleik gegn Hetti í Bónus-deildinni, þrátt fyrir lága sekt. 12. nóvember 2024 11:33
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17. október 2024 22:52
„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. 4. maí 2024 11:31