Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 10:00 Lewis Hamilton ætlaði að upplifa drauminn með að keyra fyrir Ferrari en tímabilið hefur breyst í martröð. Getty/Kym Illman Lewis Hamilton hefur átt erfitt fyrsta tímabil hjá Ferrari í formúlu 1 og ekki batnaði það neitt í brasilíska kappakstrinum um helgina. Hamilton náði aðeins þrettánda sæti í tímatökunni og keyrði svo aftan á Franco Colapinto hjá Alpine í lok fyrsta hringsins í keppninni. Sjöfaldi heimsmeistarinn braut framvænginn, datt niður í síðasta sæti og neyddist svo til að hætta keppni vegna óbætanlegra skemmda sem hann hlaut í árekstrinum. Dómarar keppninnar úrskurðuðu ofan á allt saman að hann bæri sjálfur fulla ábyrgð á árekstrinum. Hamilton fékk því fimm sekúndna refsingu og eitt refsistig. „Þetta er martröð og ég hef lifað hana um stund,“ sagði hinn fertugi Lewis Hamilton eftir keppnina. „Sveiflan milli draumsins um að keyra fyrir þetta magnaða lið og svo martraðarinnar vegna úrslitanna sem við höfum fengið, hæðirnar og lægðirnar, þetta er krefjandi,“ sagði Hamilton. „Þessi helgi hefur verið hörmuleg og vonbrigði fyrir alla. Ég reyni að halda höfðinu yfir vatni og vera jákvæður,“ sagði Hamilton. Hamilton hefur nú ekki enn náð á verðlaunapall í 21 keppni fyrir Ferrari eða frá því hann flutti sig um set frá Mercedes með miklu fjaðrafoki. Hann er 66 stigum á eftir liðsfélaga sínum Charles Leclerc, sem var í þriðja sæti þegar hann féll úr keppni. Hamilton hélt áfram: „Charles stóð sig frábærlega í tímatökunni, svo það er einhver afkastageta í þeim bíl,“ sagði Hamilton og hann er ekki búinn að missa alla von. „Á þessum tímapunkti verð ég að trúa því að eitthvað komi út úr öllum þessum erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum. Ég er viss um að okkur er ætlað eitthvað jákvætt í framtíðinni,“ sagði Hamilton. „Kannski erum við að klára alla óheppnina okkar á þessu ári, hver veit? Við munum ekki gefast upp og komum aftur til leiks í næstu keppni,“ sagði Hamilton. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton náði aðeins þrettánda sæti í tímatökunni og keyrði svo aftan á Franco Colapinto hjá Alpine í lok fyrsta hringsins í keppninni. Sjöfaldi heimsmeistarinn braut framvænginn, datt niður í síðasta sæti og neyddist svo til að hætta keppni vegna óbætanlegra skemmda sem hann hlaut í árekstrinum. Dómarar keppninnar úrskurðuðu ofan á allt saman að hann bæri sjálfur fulla ábyrgð á árekstrinum. Hamilton fékk því fimm sekúndna refsingu og eitt refsistig. „Þetta er martröð og ég hef lifað hana um stund,“ sagði hinn fertugi Lewis Hamilton eftir keppnina. „Sveiflan milli draumsins um að keyra fyrir þetta magnaða lið og svo martraðarinnar vegna úrslitanna sem við höfum fengið, hæðirnar og lægðirnar, þetta er krefjandi,“ sagði Hamilton. „Þessi helgi hefur verið hörmuleg og vonbrigði fyrir alla. Ég reyni að halda höfðinu yfir vatni og vera jákvæður,“ sagði Hamilton. Hamilton hefur nú ekki enn náð á verðlaunapall í 21 keppni fyrir Ferrari eða frá því hann flutti sig um set frá Mercedes með miklu fjaðrafoki. Hann er 66 stigum á eftir liðsfélaga sínum Charles Leclerc, sem var í þriðja sæti þegar hann féll úr keppni. Hamilton hélt áfram: „Charles stóð sig frábærlega í tímatökunni, svo það er einhver afkastageta í þeim bíl,“ sagði Hamilton og hann er ekki búinn að missa alla von. „Á þessum tímapunkti verð ég að trúa því að eitthvað komi út úr öllum þessum erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum. Ég er viss um að okkur er ætlað eitthvað jákvætt í framtíðinni,“ sagði Hamilton. „Kannski erum við að klára alla óheppnina okkar á þessu ári, hver veit? Við munum ekki gefast upp og komum aftur til leiks í næstu keppni,“ sagði Hamilton. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira