Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Albert Guðmundsson verður klár í slaginn þegar Fiorentina mætir Genoa á sunnudag. Getty/Andrea Martini Albert Guðmundsson er mættur aftur til Ítalíu eftir stutt stopp á Íslandi með viðkomu í dómssal. Hann verður með á æfingu Fiorentina síðdegis, sem nýr þjálfari liðsins mun stýra. Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Gazzettan greinir frá því að Paolo Vanoli muni taka við starfi aðalþjálfara eftir að Stefano Pioli var rekinn fyrr í vikunni. Vanoli muni skrifa undir samning sem gildir út tímabilið og stýra liðinu í fyrsta sinn á sunnudaginn í fallbaráttuslag gegn öðru Íslendingaliði, Genoa. Vanoli var þjálfari Torino á síðasta tímabili og þjálfaði Íslendingaliðið Venezia þar áður, hann hefur einnig starfað fyrir Spartak í Moskvu og yngri landslið Ítalíu. #Vanoli è al Viola Park: comincia la sua avventura con la #Fiorentina pic.twitter.com/7NliyCcZ7N— Violanews Fiorentina (@violanews) November 7, 2025 Þetta er ekki eina breytingin hjá Fiorentina þessa dagana því nýr yfirmaður íþróttamála tók einnig við störfum í vikunni, Roberto Goretti fékk stöðuhækkun eftir að fyrrum yfirmaðurinn Daniele Pradé var rekinn. Báðar þessar breytingar eru auðvitað teknar með afleitt gengi liðsins í huga en Fiorentina hefur ekki unnið leik í ítölsku úrvalsdeildinni, liðið situr í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa gert fjögur jafntefli og tapað sex sinnum. Liðinu hefur gengið betur í Sambandsdeildinni og vann fyrstu tvo leikina þar, en tapaði svo 2-1 gegn Mainz í gærkvöldi. Albert Guðmundsson var ekki með í leiknum í gærkvöldi, hann var þá staddur á Íslandi og æfði með pabba sínum, Guðmundi Benediktssyni, á Laugardalsvelli. Stuðningsmannasíðan ViolaNews, sem flytur fréttir af liði Fiorentina, segir að Albert hafi mætt aftur til Flórens í gærkvöldi og verði með á æfingu liðsins síðdegis í dag, þeirri fyrstu undir stjórn Vanoli. Hann verði svo klár í slaginn gegn Genoa, sem mun einnig spila undir stjórn nýs þjálfara, á sunnudag.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Aðalmeðferð er hafin í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti. Samkvæmt dagskrá réttarins er reiknað með að henni ljúki á morgun og því er dóms að vænta innan fjögurra vikna og eins dags. Þinghald er háð fyrir luktum dyrum. 5. nóvember 2025 09:59