Lífið

Hálft ár af hári

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ef fer sem horfir verður Einar orðinn síðhærður í lok árs. Myndina birti hann í dag, sléttum sex mánuðum eftir aðgerð.
Ef fer sem horfir verður Einar orðinn síðhærður í lok árs. Myndina birti hann í dag, sléttum sex mánuðum eftir aðgerð.

Einar Bárðarson þúsundþjalasmiður með meiru er búinn að vera með hár á höfðinu í hálft ár, upp á dag. Sex mánuðir eru síðan hann fór til Tyrklands ásamt félaga sínum Baldri Rafn Gylfasyni hárgreiðslumeistara og undirgekkst hárígræðslu.

Einar greinir frá tímamótunum á Facebook. Þar birtir hann mynd af sér með nýja hárið og eys lofi yfir aðgerðina. Hún hafi verið auðveldari og ódýrari en hann hafi gert ráð fyrir og segir hann að þeir Baldur séu farnir að aðstoða fleiri herramenn við að halda út til Tyrklands í sambærilegar aðgerðir.

Einar hefur verið eins og opin bók með aðgerðina og ástæður þess að þeir félagar ákváðu að slá til. Hann hefur áður rætt málin í hlaðvarpsþáttunum sínum sem bera nafnið Einmitt.

Þar hefur hann meðal annars tekið fram að hann og Baldur hafi ígrundað málin vel og vandlega áður en þeir ákváðu að halda út til Tyrklands. Pakkinn hafi kostað 580 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.