Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 22:10 Burn og Osimhen voru á skotskónum og þeirra lið vel sett. Mourinho gengur lítið að snúa gengi Benfica við í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Áhugaverð úrslit litu dagsins ljós í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Galatasaray er á góðum stað líkt og Newcastle. Illa gengur hjá José Mourinho að snúa blaðinu við. Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Osimhen þrjú, Ajax núll Nígeríski framherjinn Victor Osimhen skoraði öll þrjú mörkin fyrir Galatasaray, þar af tvö af vítapunktinum, í öruggum sigri á lánlausu liði Ajax. Victor Osimhen skoraði þrjú mörk.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray vinnur þar með þriðja leik sinn í keppninni í röð og er með níu stig. Það gengur hvorki né rekur hjá Ajax sem er án stiga með markatöluna 1-14 á botni deildarkeppninnar. Magurt hjá Mourinho Tilraun José Mourinho til að snúa við gengi Benfica í Meistaradeildinni gengur hægt. Forveri hans í starfi var rekinn eftir 3-2 tap fyrir Qarabag frá Aserbaísjan í fyrstu umferðinni en Mourinho hefur enn ekki fengið stig í keppninni. Einmanalegt er í stjórasæti Mourinho þessa dagana.Gualter Fatia/Getty Images Tékkinn Patrik Schick tryggði Leverkusen 1-0 sigur á Benfica á Leikvangi Ljóssins í Lissabon. Um er að ræða fyrsta sigur Leverkusen-liðsins í vetur og er Bayer með fimm stig. Inter með fullt hús Inter er sem fyrr með fullt hús eftir sigur á Kairat frá Kasakstan. Hann var þó ekki eins þægilegur og margur hefði haldið. Lautaro Martínez kom Inter yfir í fyrri hálfleik en Ofri Arad jafnaði fyrir gestina snemma í síðari hálfleik. Staðan var jöfn í um tólf mínútur en Brassinn Carlos Augusto tryggði Inter 2-1 sigur. Inter er því á toppnum ásamt Bayern Munchen og Arsenal með fullt hús stiga. Furðuleg atburðarrás í Marseille Atalanta vann 1-0 sigur á Marseille þökk sér frábæru marki Serbans Lazar Samardzic á nítugustu mínútu. Markið skoraði hann örfáum sekúndum eftir að Marseille vildi, að því er virðist réttilega, fá vítaspyrnu vegna hendi innan teigs. Eftir endurskoðun myndbandsdómara var ákveðið að gefa Marseille ekki vítaspyrnuna og leyfa fallegu marki Samardzic að standa. Áður hafði Atalanta klúðrað víti og mark verið dæmt af Ítölunum eftir endurskoðun VAR. Newcastle vel settir Burn brenndi Baskana.AFP/Henry Nicholls Mörk Dan Burn og Joelinton tryggðu Newcastle góðan 2-0 heimasigur á Athletic Bilbao frá Baskalandi. Newcastle er með níu stig í deildinni, og er þar í hópi með PSG, Real Madrid, Liverpool og áðurnefndu liði Galatasaray.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira