Foden í stuði gegn Dortmund 5. nóvember 2025 22:00 Foden tekur á félaga sínum Rayan Cherki eftir eitt marka sinna í kvöld. Gareth Copley/Getty Images Phil Foden var í stuði er Manchester City vann góðan 4-1 sigur á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Foden kom City-liðinu í forystu á 22. mínútu leiksins og sjö mínútum síðar tvöfaldaði Erling Haaland forystuna og þar af leiðandi ljóst að City myndi vinna leik kvöldsins. Foden skoraði sitt annað mark snemma í síðari hálfleik og reyndist mark varnarmannsins Willems Anton lítið annað en sárabót fyrir Dortmund sem minnkaði muninn áður en Rayan Cherki innsiglaði 4-1 sigur í lok leiks. Manchester City er með 10 stig í fjórða sæti deildarkeppninnar, tveimur frá toppliðunum þremur; Arsenal, Bayern og Inter. Dortmund er með sjö stig í 14. sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Phil Foden var í stuði er Manchester City vann góðan 4-1 sigur á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Foden kom City-liðinu í forystu á 22. mínútu leiksins og sjö mínútum síðar tvöfaldaði Erling Haaland forystuna og þar af leiðandi ljóst að City myndi vinna leik kvöldsins. Foden skoraði sitt annað mark snemma í síðari hálfleik og reyndist mark varnarmannsins Willems Anton lítið annað en sárabót fyrir Dortmund sem minnkaði muninn áður en Rayan Cherki innsiglaði 4-1 sigur í lok leiks. Manchester City er með 10 stig í fjórða sæti deildarkeppninnar, tveimur frá toppliðunum þremur; Arsenal, Bayern og Inter. Dortmund er með sjö stig í 14. sæti.