Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2025 09:31 Viktor Bjarki Daðason sækir gegn Cristian Romero í leik FCK við Tottenham í Lundúnum í vikunni, í Meistaradeild Evrópu. Getty/Nigel French Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, fylgist spenntur með uppgangi hins 17 ára Viktors Bjarka Daðasonar og segir framtíð hans bjarta. Hann ákvað þó að velja hann ekki í sitt landslið að svo stöddu. Arnar kynnti landsliðshóp sinn í gær fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan 13. nóvember og Úkraínu 16. nóvember, í undankeppni HM. Hann ræddi um Viktor í viðtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar segir framtíð Viktors bjarta Viktor, sem á hálfum mánuði hefur skapað sér nafn með því að hafa nýtt strax tækifæri sín með aðalliði FC Kaupmannahafnar og meðal annars skorað gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu, er ekki í A-landsliðshópnum nú. Viktor er ekki heldur í U21-landsliðinu sem spilar leik við Lúxemborg í þessum mánuði en hann er í U19-landsliðinu sem spilar þrjá leiki. Miðað við orð Jörundar Áka Sveinssonar, yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, á Fótbolta.net í gær þótti það henta best fyrir Viktor að spila þrjá leiki með U19 frekar en einn með U21, að svo stöddu. „Fylgjumst spenntir með hans framþróun“ En hversu spennandi leikmaður er Framarinn ungi, sem FCK tryggði sér í fyrra eftir samkeppni við fjölda félaga: „Hann er virkilega spennandi. Það er ótrúlegt hver framgangur hans hefur verið síðustu mánuði, fara frá Fram í Bestu deildinni og vera kominn á stærsta sviðið í Meistaradeild Evrópu. Sjá hann [í fyrrakvöld gegn Tottenham] og aðra leiki, þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar en Viktor hefur bæði skorað mörk og lagt upp í fyrstu leikjum sínum með FCK og virst tilbúinn í að spila á stóra sviðinu. „Hann á þetta skilið. Hann er með gott bakland. Hann er einn af þessum ungu framherjum sem við eigum, sem eru að gera frábæra hluti. Við fylgjumst spenntir með hans framþróun en í þetta sinn mun hann hjálpa okkur annars staðar en með A-landsliðinu. Hans framtíð verður klárlega björt ef hann sleppur við meiðsli og heldur áfram að standa sig vel,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Arnar kynnti landsliðshóp sinn í gær fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan 13. nóvember og Úkraínu 16. nóvember, í undankeppni HM. Hann ræddi um Viktor í viðtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar segir framtíð Viktors bjarta Viktor, sem á hálfum mánuði hefur skapað sér nafn með því að hafa nýtt strax tækifæri sín með aðalliði FC Kaupmannahafnar og meðal annars skorað gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu, er ekki í A-landsliðshópnum nú. Viktor er ekki heldur í U21-landsliðinu sem spilar leik við Lúxemborg í þessum mánuði en hann er í U19-landsliðinu sem spilar þrjá leiki. Miðað við orð Jörundar Áka Sveinssonar, yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, á Fótbolta.net í gær þótti það henta best fyrir Viktor að spila þrjá leiki með U19 frekar en einn með U21, að svo stöddu. „Fylgjumst spenntir með hans framþróun“ En hversu spennandi leikmaður er Framarinn ungi, sem FCK tryggði sér í fyrra eftir samkeppni við fjölda félaga: „Hann er virkilega spennandi. Það er ótrúlegt hver framgangur hans hefur verið síðustu mánuði, fara frá Fram í Bestu deildinni og vera kominn á stærsta sviðið í Meistaradeild Evrópu. Sjá hann [í fyrrakvöld gegn Tottenham] og aðra leiki, þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar en Viktor hefur bæði skorað mörk og lagt upp í fyrstu leikjum sínum með FCK og virst tilbúinn í að spila á stóra sviðinu. „Hann á þetta skilið. Hann er með gott bakland. Hann er einn af þessum ungu framherjum sem við eigum, sem eru að gera frábæra hluti. Við fylgjumst spenntir með hans framþróun en í þetta sinn mun hann hjálpa okkur annars staðar en með A-landsliðinu. Hans framtíð verður klárlega björt ef hann sleppur við meiðsli og heldur áfram að standa sig vel,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira