Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Íslenska landsliðið hefur staðið í ströngu í ár og meðal annars spilað í lokakeppni EM í Sviss. Liðið fær hins vegar ekki að nýta komandi landsleikjaglugga, vegna kostnaðar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs. Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Eysteinn. Stelpurnar okkar verða í riðli með heimsmeisturum Spánar, Evrópumeisturum Englands og Úkraínu, í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þessar þrjár þjóðir munu nýta næsta landsleikjaglugga á dagatali FIFA, frá 24. nóvember til 2. desember, þegar hvert landslið má spila tvo leiki. Ísland missir hins vegar af tækifæri til mikilvægs undirbúnings og ástæðan er peningar. Kostnaður á bilinu 25-30 milljónir Samkvæmt upplýsingum Vísis höfðu Belgar, sem eru með Elísabetu Gunnarsdóttur sem landsliðsþjálfara, til að mynda áhuga á að mæta Íslandi í þessum glugga en ekkert varð af því. „Það þarf að eiga fyrir hlutunum. Svona verkefni kostar alltaf á bilinu 25-30 milljónir, þegar farið er í tvo leiki. Flug og hótel. Það er ástæðan fyrir því að í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir verkefni í þessum glugga, ekki frekar en hjá A-landsliði karla í janúar síðastliðnum,“ segir Eysteinn. „Við glímum við það sama með yngri landsliðin. Það er allt að hækka í verði og einhvers staðar bitnar þetta. Við erum alltaf að leita leiða en KSÍ er ekkert nema félögin í landinu og ber að sýna ábyrgan rekstur,“ segir Eysteinn. „Allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki“ Hefur sambandið fundið fyrir mikilli óánægju hjá leikmönnum og þjálfurum vegna þessa? „Ég held að það séu allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki. Við spilum líka færri leiki í yngri landsliðum en þjóðirnar í kringum okkur og þarna spilar auðvitað inn í að við þurfum alltaf að fljúga. Það þyrfti auðvitað að auka framlög í þessa sjóði sem sérsamböndin geta sótt fjármagn í,“ segir Eysteinn. KSÍ fékk fyrr á þessu ári styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í fyrsta sinn frá árinu 2017, þó aðeins upp á 24,6 milljónir, eftir langa baráttu þar sem KSÍ fékk meðal annars lögmann til að kanna rétt sambandsins, eftir að umsóknum sambandsins hafði ítrekað verið hafnað. Sú upphæð breytti þó ekki áætlunum varðandi komandi landsleikjaglugga. Staðan er því sú að Spánn spilar tvo leiki við Þýskaland til úrslita í Þjóðadeildinni um mánaðamótin, England spilar vináttuleiki við Kína og Gana, og Úkraína, sem ekki getur leikið á heimavelli vegna stríðsástandsins, er í leit að andstæðingum samkvæmt heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins. Á meðan fá stelpurnar okkar enga leiki áður en kemur að erfiðum rimmum við þessar þjóðir í undankeppninni sem hefst í mars, þegar Ísland freistar þess að komast á HM kvenna í fyrsta sinn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Eysteinn. Stelpurnar okkar verða í riðli með heimsmeisturum Spánar, Evrópumeisturum Englands og Úkraínu, í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þessar þrjár þjóðir munu nýta næsta landsleikjaglugga á dagatali FIFA, frá 24. nóvember til 2. desember, þegar hvert landslið má spila tvo leiki. Ísland missir hins vegar af tækifæri til mikilvægs undirbúnings og ástæðan er peningar. Kostnaður á bilinu 25-30 milljónir Samkvæmt upplýsingum Vísis höfðu Belgar, sem eru með Elísabetu Gunnarsdóttur sem landsliðsþjálfara, til að mynda áhuga á að mæta Íslandi í þessum glugga en ekkert varð af því. „Það þarf að eiga fyrir hlutunum. Svona verkefni kostar alltaf á bilinu 25-30 milljónir, þegar farið er í tvo leiki. Flug og hótel. Það er ástæðan fyrir því að í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir verkefni í þessum glugga, ekki frekar en hjá A-landsliði karla í janúar síðastliðnum,“ segir Eysteinn. „Við glímum við það sama með yngri landsliðin. Það er allt að hækka í verði og einhvers staðar bitnar þetta. Við erum alltaf að leita leiða en KSÍ er ekkert nema félögin í landinu og ber að sýna ábyrgan rekstur,“ segir Eysteinn. „Allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki“ Hefur sambandið fundið fyrir mikilli óánægju hjá leikmönnum og þjálfurum vegna þessa? „Ég held að það séu allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki. Við spilum líka færri leiki í yngri landsliðum en þjóðirnar í kringum okkur og þarna spilar auðvitað inn í að við þurfum alltaf að fljúga. Það þyrfti auðvitað að auka framlög í þessa sjóði sem sérsamböndin geta sótt fjármagn í,“ segir Eysteinn. KSÍ fékk fyrr á þessu ári styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í fyrsta sinn frá árinu 2017, þó aðeins upp á 24,6 milljónir, eftir langa baráttu þar sem KSÍ fékk meðal annars lögmann til að kanna rétt sambandsins, eftir að umsóknum sambandsins hafði ítrekað verið hafnað. Sú upphæð breytti þó ekki áætlunum varðandi komandi landsleikjaglugga. Staðan er því sú að Spánn spilar tvo leiki við Þýskaland til úrslita í Þjóðadeildinni um mánaðamótin, England spilar vináttuleiki við Kína og Gana, og Úkraína, sem ekki getur leikið á heimavelli vegna stríðsástandsins, er í leit að andstæðingum samkvæmt heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins. Á meðan fá stelpurnar okkar enga leiki áður en kemur að erfiðum rimmum við þessar þjóðir í undankeppninni sem hefst í mars, þegar Ísland freistar þess að komast á HM kvenna í fyrsta sinn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira