Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2025 13:27 Lögreglumaður kemur kassa með munum sem hald var lagt á í húsleit hjá samtökum íslamista fyrir í skotti bíls í Hamborg í dag. AP/Marcus Brandt/dpa Þýsk yfirvöld bönnuðu starfsemi samtaka íslamista á þeim forsendum að hún stríddi gegn mannréttindum og lýðræðislegum gildum í dag. Þá var húsleit gerð hjá tveimur öðrum hópum múslima. Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með. Þýskaland Trúmál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Samtökin Muslim Interaktiv voru talin ógna stjórnskipun Þýskalands með því að ýta undir gyðingahatur og mismunun kvenna og einstaklinga vegna kynhneigðar þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Hundruð lögreglumanna tóku þátt í aðgerðum gegn samtökunum í Hamborg. Þar lögðu þeir hald á reiðufé, gögn á stafrænu formi og handskrifuð minniblöð. Vefsíðum samtakanna var jafnframt lokað. Vilja trúarleg lögmál ofar landslögum Rök yfirvalda fyrir banninu voru að sérstök ógn stafaði af samtökunum vegna þess að þau kynntu íslam sem einu leiðina til að koma á röð og reglu í samfélaginu og að trúarleg lögmál ættu að ganga þýskum lögum ofar, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Innanríkisráðuneytið sagði að Muslim Interaktiv væri sérstaklega á móti jafnrétti kynjanna og kynfrelsi. „Þetta lýsir óþoli sem samræmist ekki lýðræðinu og mannréttindum,“ sagði ráðuneytið. Samtökin eru sögð þekkt fyrir að reyna að ná til ungra múslima sem verða utangátta í þýsku samfélagi þar sem meirihluti íbúa er kristinn. Þá gerði lögregla húsleit hjá tvennum samtökum múslima til viðbótar í höfuðborginni Berlín, annars vegar Íslömsku kynslóðinni og hins vegar Raunveruleika íslam. Banna öfgamenn úr ýmsum áttum Þýsk stjórnvöld hafa bannað starfsemi ýmissa öfgasamtaka á undanförnum árum, bæði hægriöfgamanna og íslamista. Leyniþjónustan fylgist einnig grannt með flokkum og hópum sem eru taldir ógn við lýðræði og stjórnskipan landsins. Þannig hafa ákveðnar deildir öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland verið skilgreindar sem öfgasamtök sem leyniþjónustan hefur heimild til þess að fylgjast sérstaklega með.
Þýskaland Trúmál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira