Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 11:32 Virgil van Dijk og Wayne Rooney hittust í gær í fyrsta sinn eftir að þeir fóru að skjóta á hvorn annan í fjölmiðlum. Getty/Jeff Bottari/Michael Regan Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney var einn þeirra sem gagnrýndu stærstu stjörnur Liverpool þegar liðið var í miðri taphrinu sinni. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, mætti í viðtal og ræddi málin við Rooney eftir sigur Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildinni í gær. Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Van Dijk svaraði spurningum frá sérfræðingum, þar á meðal Rooney. Í síðasta mánuði, í þættinum The Wayne Rooney Show, gagnrýndi fyrrverandi framherji Manchester United líkamstjáningu Van Dijk og liðsfélaga hans hjá Liverpool, Mohamed Salah, eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Leti í gagnrýni sinni Van Dijk brást við með því að saka Rooney um „leti í gagnrýni sinni“ áður en Rooney ítrekaði ummæli sín. Í gærkvöldi hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því að ummælin féllu, sem leiddi til frekar vandræðalegra aðstæðna í beinni útsendingu. Breska ríkisútvarpið sagði frá samskiptunum. Staðnæmdist við hlið Rooney Van Dijk gekk að teymi Amazon Prime við völlinn og heilsaði öllum sérfræðingunum, þar á meðal Rooney, áður en hann staðnæmdist við hlið Rooney. Viðtalið hófst á því að þáttastjórnandinn Gabby Logan bað Van Dijk um að fara yfir sigurinn. Síðan ræddi Logan um slæmt gengi Liverpool-liðsins og hversu mikilvægur liðsfundur eftir 2-1 tapið gegn Manchester United þann 19. október hefði verið til að bæta frammistöðuna. Sanngjörn gagnrýni? „Hefur sum gagnrýnin verið sanngjörn, að þínu mati,“ spurði Gabby Logan. „Auðvitað, ef þú tapar fjórum eða fimm leikjum í röð sem leikmaður Liverpool, þá er það sanngjörn gagnrýni, það er alveg eðlilegt. En ég held að hún hafi líka verið yfirgengileg á köflum, en það er vegna þess að við búum í heimi með svo mörgum miðlum og svo margir geta sagt eitthvað, það er tekið upp og gert meira úr því. Ég held að það sé gott að fyrrverandi leikmenn sem spiluðu á hæsta stigi og tókust á við erfiða tíma setji hlutina í samhengi (sagði með brosi á vör á meðan Rooney hló),“ sagði Virgil van Dijk. Ég ætla ekki að segja neitt meira Rooney lítur svo á að hann hafi hreinlega kveikt á Liverpool-liðinu og komið þeim aftur á sigurbrautina með ummælum sínum. „Ég ætla ekki að segja neitt meira því ég held að ég hafi hvatt þá áfram og komið þeim á sigurbraut,“ sagði Rooney kíminn. Virgil van Dijk heilsae Wayne Rooney fyrir viðtalið.Skjámynd/Amazon Prime „Ég tel að það sem ég sagði hafi verið sanngjarnt þegar þú vinnur ensku úrvalsdeildina og ferð svo í gegnum tímabil þar sem þú tapar þremur eða fjórum leikjum í röð, sem maður býst ekki við frá Liverpool. Þar sem Virgil er fyrirliði tel ég að það sé hans verkefni að leiða leikmennina og það var það sem ég var að segja. Þetta gerist í fótbolta og ég held að viðbrögðin frá Virgil og liðinu hafi verið frábær,“ sagði Rooney. Faðmlag í lokin „Ég held að ef þú horfðir á leikina þá hafi ég klárlega tekið ábyrgð,“ sagði Van Dijk og tók sérstaklega fram að hann hafi verið ósáttur með að Rooney ýjaði að því að hann hefði verið saddur og ekki verið að leggja nógu mikið á sig eftir að hann fékk nýjan samning. Þegar viðtalinu var lokið faðmaði Van Dijk Rooney og restina af teymi Amazon Prime áður en hann yfirgaf settið. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira