Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 14:30 Stuðningsmenn danska fótboltafélagsins Bröndby hafa verið að koma sér og félaginu í vandræði á þessu ári. Getty/Ian MacNicol Ein af stóru fótboltasögum sumarsins var hegðun stuðningsmanna Bröndby á heimavelli hamingjunnar í Víkinni þegar lið þeirra steinlá í Evrópuleik á móti Víkingum. Þetta var þó ekki í síðasta skiptið sem stuðningsmenn Bröndby bjuggu til vandræða í útileik á þessu tímabili. Danska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að refsa Brönby fyrir ofsafengin mótmæli stuðningsmanna félagsins í tengslum við leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn OB fyrir viku síðan. Stuðningsmennirnir köstuðu tennisboltum og súkkulaðipeningum inn á völlinn og stöðvuðu leikinn gegn OB í nokkrar mínútur. Danska sambandið sagði frá refsingunni í fréttatilkynningu. Í greinargerð dómara leiksins kemur fram að það gekk mikið á. Þegar liðin gengu inn á völlinn hafi verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa og reykvélabomba í stúku gestaliðsins. Að sögn dómarans var öll stúkan hulin reyk og því var erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að í tengslum við innkomu liðanna hafi fimmtán flugeldum verið skotið inn á völlinn. Þá er greint frá því að í leiknum hafi verið kveikt í alls 24 neyðarblysum og að eftir leikslok hafi aftur verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa í stúku gestaliðsins. Stúkan var aftur hulin reyk og því var enn erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að á 46. mínútu hafi leikurinn verið stöðvaður af öryggisástæðum leikmanna, þar sem miklum fjölda tennisbolta og súkkulaðipeninga var kastað inn á völlinn úr stúku gestaliðsins. Þulur vallarins fylgdi í því sambandi verklagsreglum og eftir fyrirmælum frá fjórða dómara var tilkynnt í hátalarakerfinu að óheimilt væri að kasta hlutum inn á völlinn. Leikhléð stóð í sjö mínútur og heildarleikhléð var því ellefu mínútur. Að lokum hefur dómarinn greint frá því að í lok leiksins hafi borði verið sýndur í stúku gestaliðsins með textanum „Fuck DBU”. Refsingin er eftirtalin: Bröndby verður að loka allri stuðningsmannastúkunni sinni í næsta heimaleik gegn FC Nordsjælland. Bröndby verður að loka efri hluta stuðningsmannastúkunnar í heimaleiknum þar á eftir gegn FC Fredericia. Að lokum þarf Bröndby að greiða hundrað þúsund danskar krónur í sekt sem eru næstum því þrettán milljónir í íslenskum krónum. Danski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Danska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að refsa Brönby fyrir ofsafengin mótmæli stuðningsmanna félagsins í tengslum við leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn OB fyrir viku síðan. Stuðningsmennirnir köstuðu tennisboltum og súkkulaðipeningum inn á völlinn og stöðvuðu leikinn gegn OB í nokkrar mínútur. Danska sambandið sagði frá refsingunni í fréttatilkynningu. Í greinargerð dómara leiksins kemur fram að það gekk mikið á. Þegar liðin gengu inn á völlinn hafi verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa og reykvélabomba í stúku gestaliðsins. Að sögn dómarans var öll stúkan hulin reyk og því var erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að í tengslum við innkomu liðanna hafi fimmtán flugeldum verið skotið inn á völlinn. Þá er greint frá því að í leiknum hafi verið kveikt í alls 24 neyðarblysum og að eftir leikslok hafi aftur verið kveikt í miklum fjölda neyðarblysa í stúku gestaliðsins. Stúkan var aftur hulin reyk og því var enn erfitt að telja nákvæman fjölda flugelda. Dómarinn hefur einnig greint frá því að á 46. mínútu hafi leikurinn verið stöðvaður af öryggisástæðum leikmanna, þar sem miklum fjölda tennisbolta og súkkulaðipeninga var kastað inn á völlinn úr stúku gestaliðsins. Þulur vallarins fylgdi í því sambandi verklagsreglum og eftir fyrirmælum frá fjórða dómara var tilkynnt í hátalarakerfinu að óheimilt væri að kasta hlutum inn á völlinn. Leikhléð stóð í sjö mínútur og heildarleikhléð var því ellefu mínútur. Að lokum hefur dómarinn greint frá því að í lok leiksins hafi borði verið sýndur í stúku gestaliðsins með textanum „Fuck DBU”. Refsingin er eftirtalin: Bröndby verður að loka allri stuðningsmannastúkunni sinni í næsta heimaleik gegn FC Nordsjælland. Bröndby verður að loka efri hluta stuðningsmannastúkunnar í heimaleiknum þar á eftir gegn FC Fredericia. Að lokum þarf Bröndby að greiða hundrað þúsund danskar krónur í sekt sem eru næstum því þrettán milljónir í íslenskum krónum.
Danski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira