„Hann plataði mig algerlega“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 12:00 Daniel Jarvis spurði Cameron Munster hvort hann mætti standa við hlið hans í þjóðsöngnum og ástralski landsliðsmaðurinn sagði bara já. x Leikmenn standa hlið við hlið og hlusta á þjóðsöngva keppnisþjóðanna tveggja í byrjun landsleikja í flestum íþróttagreinum. Í leik um síðustu helgi bættist „nýr“ leikmaður óvænt í hópinn hjá öðru liðinu. Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Rugby Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Atvikið varð á meðan þjóðsöngurinn var spilaður í Ashes-leiknum í Liverpool um helgina þar sem ástralska ruðningslandsliðið var að spila við heimamenn í enska landsliðinu. Daniel Jarvis er þekktur hrekkjalómur. Hann laumaði sér óséður inn á völlinn og krækti handlegg í Cameron Munster, sem er leikmaður Ástralíu. WATCH: The vision of Daniel Jarvis sneaking onto the field at the Ashes Game 2. He runs on last and speaks to Cam Munster 😂 (9news) pic.twitter.com/PpwAxHu76a— NRLCentral (@centralNRL) November 2, 2025 Má ég standa við hliðina á þér „Einhver gaur spurði mig: „Má ég standa við hliðina á þér og halda í þig?“ Ég sagði: „Já, félagi. Gerðu bara það sem þú þarft að gera“,“ sagði Munster eftir leikinn. „Ég gerði bara ráð fyrir að hann væri með einhvern fyrirtækjapakka eða samning við Kangaroos um að hann mætti vera með í þjóðsöngnum. Svo áttaði ég mig á því hver þetta var. Þetta var gaurinn sem gerir svona reglulega. Það tók mig smá tíma að fatta en þetta var frekar fyndið. Hann náði mér. Þetta var svolítið skrítið en ég lét það bara yfir mig ganga. Hann plataði mig algerlega,“ sagði Munster. Voru frekar harðhentir við hann „Öryggisverðir eða einhverjir starfsmenn vallarins fóru og náðu í hann og voru frekar harðhentir við hann. Ég vissi strax að ég hafði verið tekinn í nefið,“ sagði Munster. Daniel Jarvis hefur nú verið handtekinn. Jarvis, sem hefur gert svipaða hluti áður – meðal annars á Ólympíuleikunum í fyrra, í krikketleik á The Oval og á fótboltaleik með enska landsliðinu en þetta kostaði það að hann var tekinn í gæsluvarðhald. Hann var í kjölfarið ákærður. Hrekkurinn virtist þó ekki trufla Munster, sem skoraði snertimark í 14-4 sigri Ástralíu á Englandi. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Rugby Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira