Erlent

Féll til jarðar rétt eftir flug­tak

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldur logaði í flugvélinni rétt eftir að hún tók á loft og hrapaði hún mjög fljótt.
Eldur logaði í flugvélinni rétt eftir að hún tók á loft og hrapaði hún mjög fljótt.

Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa.

Fljúga átti flugvélinni til Havaíeyja en hún féll til jarðar, í ljósum logum, rétt eftir að hún tók á loft. New York Times hefur eftir talsmanni borgarstjóra Louisville að flugvélin hafi borið rúmlega milljón lítra af eldsneyti.

Fólk sem býr nærri vettvangi slyssins hefur verið beðið um að halda sig heima í bili.

Enn sem komið er eru fregnir af slösuðum eða látnum mjög takmarkaðar. Forsvarsmenn UPS segja að minnsta kosti þrjá hafa verið um borð í flugvélinni.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×