Sambandslaus Hamlet Símon Birgisson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Sigurbjartur Sturla Atlason í hlutverki Hamlet, Hilmir Snær Guðnason í hlutverki Kládíusar og Hjörtur Jóhann Jónsson sem Laertes. Borgarleikhúsið Snilldin við Hamlet eftir William Shakespeare er að verkið speglar samfélagslegar aðstæður hverrar kynslóðar sem tekst á við að setja það upp. Fullkomin uppfærsla á Hamlet er sú sem er trú Shakespeare og nútímanum í senn. Í uppfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur í Borgarleikhúsinu er nútíminn fyrirferðarmeiri en texti Shakespeare. Hið klassíska leikrit – sem leikstjórinn hefur talað um að ætla að „stinga í samband við nútímann“ verður á köflum hálfgert aukaatriði eða grín. Hamlet – Borgarleikhúsið. Frumsýnt 31. október 2025 Leikgerð: Kolfinna Nikulásdóttir, byggt á verki William Shakespeare. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir. Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Salka Valsdóttir Leikarar: Sigurbjartur Sturla Atlason, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Vilhelm Neto, Hákon Jóhannesson, Hjörtur Jóhann Jónsson o.fl. Flókið verk Hamlet er eflaust það verk sem einna mest hefur verið skrifað um í sögu leikhúsbókmenntanna. Uppfærslur á Hamlet hér á landi hafa verið tilefni blaðagreina og skoðanaskipta. Hamlet er svolítið eins og Everest – tindur sem ungir leikstjórar og leikarar vilja klífa og sigra. Ástæðan er auðvitað sú hversu djúpt og flókið verkið er. Það fjallar allt í senn um stjórnmál, ástina, ofbeldi; það inniheldur tilvistarlegar vangaveltur, er fjölskylduharmleikur þar sem kafað er djúpt í sálartetur allra persóna verksins. Við verðum vitni að svikum, hefndum, grimmd og það endar í blóðbaði. En Hamlet er einnig nánast óleikhæft í útgáfu William Shakespeare. Það tæki vel yfir fjóra tíma í flutningi og margt í textanum er óskiljanlegt nútímafólki. Þess vegna þarf hver leikstjóri að búa til sína leikgerð, velja og hafna, stytta og strika út. Hver yfirstrikun er túlkun á textanum – ný nálgun á efni og boðskap verksins. Sumum finnst kannski helgispjöll að ætla sér að breyta brosinu á Monu Lísu, endurskrifa meistaraverk, en það er nauðsynlegt. Spurningin er ekki hvort það sé í lagi að takast á við verk Shakespeare með þessum hætti – heldur hvernig það er gert. Sturla Atlas og Vilhelm Neto á sviðinu. Borgarleikhúsið Óskýr þráður Kolfinna fer þá leið að láta verkið gerast í eins konar staðleysu. Í verki Shakespeare erum við stödd í Danaveldi þar sem samfélagið er að hruni komið sökum græðgi og spillingar í efstu lögum. Þetta er ríki vænisýki og njósna sem er að molna að innan. Hin frægu orð í upphafi verksins: ,,Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ þekkja allir, hvort sem þeir hafa lesið Hamlet eða ekki. En í stað vænissýki erum við, í verki Kolfinnu, stödd í samfélagi athyglissýki. Verkið hefst á samtali Hamlets við áhorfendur þar sem Hamlet (Sigurbjartur Sturla) hvetur fólk til að taka af sér myndir og nota símana. Heimsmyndin sjálf er ekkert útskýrð frekar. Við vitum ekki hvort þetta ríki sé rotið eður ei. Við vitum ekki hvort hætta steðji að eða hver tengslin eru milli alþýðunnar og valdastéttarinnar. Og það flækir málin eftir því sem líður á verkið. Hlutverk Fortinbras (þó fjarlægur sé) er mikilvægt til að skilja gjörðir persóna verksins. Þema Shakespeare um njósnir fer einnig fyrir ofan garð og neðan því Hamlet og Ófelía eru dugleg að taka af sér sjálfur og nektarmyndir og henda á netið. Það gerði svo dauða Pólóníusar frekar afkáralegan því maður trúði ekki (í þessari tækni/samfélagsmiðlaheimsmynd) að hann þyrfti að fela sig á bak við gardínur til að hlera samtal Hamlets við Geirþrúði. Hilmir Snær og Hákon. Borgarleikhúsið Klaufaleg sviðsetning Hamlet er fullt af atriðum sem eru klassísk. Hamlet með hauskúpuna er eitt af þeim (hér sleppt) og svo er það fundur Hamlets við draug föður síns sem færir honum þær upplýsingar að Klaudíus sé bróðurbani og hafi bæði hrifsað til sín ríkið og móður Hamlets. Sviðsetning á þessu atriði er áhugaverð - það er öllu til tjaldað, vindvél, þoku, leikara í hrekkjarvökubúning og rödd draugsins er eins og klippt út úr Disney-mynd. Ég spurði mig hvort Kolfinnu væri alvara eða að gera grín að leikritinu með þessu atriði? (Ég vona eiginlega að það síðarnefnda sé nær lagi). Annað sem er truflandi er að Hóras er með Hamlet þegar draugurinn segir honum „sannleikann“ um Klaudíus. Eitt af því sem gerir Hamlet svo margbrotið verk er að maður veit aldrei hvort sýn hans sé raunveruleg eða ekki. Margir leikstjórar kjósa að túlka fund hans með draugnum sem einhvers konar innri martröð (Baltasar Kormákur talaði um þennan fund sem „innri martröð Hamlets“ í sinni uppfærslu með Hilmi Snæ í aðalhlutverki). Það eykur svo á vænisýkina og spurningarnar sem verkið felur í sér um sekt og sakleysi. Og er Kládíus í raun og veru sekur? Það flækir óþarflega málin að láta Hóras standa við hlið Hamlets í þessu atriði. Það voru fleiri atriði skringilega afgreidd í þessari uppfærslu. Dauði Ófelíu til að mynda – sem tók sér orð Hamlets í munn (að vera eða ekki vera) og endaði svo í furðulegri danssenu sem átti eflaust að minna á þýska teknóklúbba. Lokauppgjörið, þar sem enginn virtist vita hvað hann átti að vera að gera, svo í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir. Uppsetning Hamlets á Músagildrunni – leikritinu sem hann setur á svið til að fá úr því skorið hvort Klaudíus sé sekur eða ekki – var grímuball sem ég botnaði lítið í. Tvö leikrit í gangi Hins vegar voru tveir leikarar í sýningunni sem virtust ekki staddir í sama leikritinu og aðrir. Það voru Hilmir Snær Guðnason (Kládíus) og Sólveig Arnardóttir (Geirþrúður). Ég veit ekki hvort það var hugmynd leikstjórans eða borgaraleg óhlýðni þessara tveggja frábæru leikara en þau voru ein um að treysta texta William Shakespeare og leika hann sómasamlega. Syndajátning Kládíusar í kirkjunni þar sem Hamlet liggur á hleri var að mínu mati sterkasta sena kvöldsins og Hilmir Snær ljáði hverju orði vikt og merkingu. Sólveig lék Geirþrúði af glæsibrag, maður veit ekki hvort hún sé fórnarlamb Kládíusar eða meðspilari í svikunum og það er vel gert. Hvorki Hilmir Snær né Sólveig ná hins vegar að bjarga heildarmyndinni, þau eru látin kjamsa á orðunum „að vera eða ekki vera“ í lokin - eins og aðrar persónur verksins. Orð sem verða fyrir vikið gjörsamlega merkingarsnauð. Erfið aukahlutverk Hvað með leikarana sem eru í hinu leikritinu? Mér finnst Vilhelm Netó of ungur til að vera trúverðugur faðir Ófelíu og Laertesar. Villi er fínn gamanleikari og þannig túlkar hann Pólóníus en þar með glatast hin hlið persónunnar. Pólóníus er miskunnarlaus, útsmoginn klækjarefur. Hann notar sína eigin dóttur sem tálbeitu og á þannig sinn þátt í þeim harmleik sem dauði Ófelíu er. Berglind Alda gerir sitt besta í hlutverki Ófelíu og minnti mig einna helst á Trinity úr Matrix. Það er áhugaverð hugmynd að gera hana að sterkari og sjálfstæðari konu. Vandræðin eru hins vegar þegar maður á erfiðara með að trúa því að Pólóníus neyði hana til að njósna um Hamlet og það leiði hana svo inn í heim geðrofs og sjálfsskaða. Í þessari útgáfu finnst manni Ófelía sterkari persóna en Pólóníus sem þýðir þá að hún njósnar sjálfviljug um Hamlet og þá skildi ég ekki af hverju höfnun Hamlets (farðu í klaustur) leiðir hana í dauðann. Hamlet sjálfur En sjálfur Hamlet? Sigurbjartur Sturla fetar í fótspor ekki ómerkari íslenskra leikara en Lárusar Pálssonar, Gunnars Eyjólfssonar, Hilmis Snæs, Þrastar Leó og Ólafs Darra. Alvöru hópur þar (og ég er örugglega að gleyma einhverjum). Sigurbjartur er orkumikill leikari og er á þönum fram og til baka á sviðinu, milli hæða og niður í kjallara. Hann hefur í kringum sig hóp af ungum drengjum sem vöktu hugrenningartengsl við nýnasista enda allir krúnurakaðir í hermannabuxum og nærbolum. Sigurbjartur nær hins vegar ekki tökum á texta Shakespeare eins og gamli Hamlet sem leikur á móti honum. Í staðinn skiptir hann mikið yfir á ensku – sem unga kynslóðin skilur eflaust betur en íslenskuna og rappar líka heilmikið. Og sú hlið Hamlets sem mér þykir einna áhugaverðust – heimspekingurinn frá Wittenberg, efahyggjumaðurinn með frestunaráráttuna, týnist í þessari sviðsetningunni. Hér er Hamlet orðinn you-tuber með ADHD. Maður trúir því aldrei að hann sé mögulega að gera sér upp geðveiki (sem er lykilatriði í verkinu) því hann er klikk alveg frá upphafi. Tækifæri sem fer forgörðum Ný uppsetning á Hamlet á að vera stórviðburður í íslensku menningarlífi. Þannig hafa fyrri uppfærslur verið. Þú færð ekki sem leikari mörg tækifæri til að leika titilhutverkið. Þú færð ekki sem leikstjóri betri striga til að mála á og sýna hvers þú ert megnugur. Hamlet hefur í gegnum tíðina afhjúpað samfélög einræðis og ofsókna, verið okkur áminning um afleiðingar þess þegar valdastéttir einangra sig og detta úr tengslum við alþýðuna. Það eru sannarlega tækifæri til að tengja Hamlet við þá heimsmynd sem við búum við í dag – uppgang fasisma, innrásarstríð Rússa, iðnaðarnjósnir stórveldanna og glansmynd samfélagsmiðlanna. Borgarleikhúsið Kolfinna Nikulásdóttir ætlar sér eflaust stóra hluti í þessari útgáfu sinni af Hamlet en maður nær bara ekki að halda þræðinum. Það er áhugaverð hugmynd að láta Hamlet tala við áhorfendur í upphafi verksins og kynna leikarana með nafni en skömmu síðar er byrjað að leika atriði eins bókstaflega og hægt er. Það eru alls kyns tilvísanir í einhvers konar youtube-veruleika (sem yngri áhorfendur tengja eflaust betur við en ég) en það vantar samhljóm við þann heim sem verkið fjallar um. Mér fannst líka notkun á popplögum hálf þreytt. Í raun er þetta bara sama stílbragð og í Moulin Rouge-söngleiknum (sem leikarar gera nett grín að á einum tímapunkti). Það er eitthvað banal við að hlusta á Hamlet og Ófelíu syngja poppslagara til að lýsa betur tilfinningum sínum. Algjör andstæða við þá mótstöðu við beina eða afgerandi túlkun sem einkennir þetta meistaraverk Shakespeare. Ég gef hins vegar Kolfinnu hrós fyrir það að þora. Kannski á þessi Hamlet eftir að skemmta einhverjum en ég er nokkuð viss um að harðkjarna aðdáendur Shakespeare munu eflaust verða fyrir vonbrigðum. Að mínu mati komst Kolfinna því miður ekki upp úr grunnbúðunum að þessu sinni. Lokaniðurstaða: Þetta er útvötnuð útgáfa af Hamlet fyrir yngri kynslóðina. Það vantar ekki hugmyndirnar en hamagangurinn er á kostnað fínni blæbrigða verksins. Af leikhópnum er gamla gengið - Hilmir Snær og Sólveig Arnardóttir stjörnur sýningarinnar. Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Menning Borgarleikhúsið Tengdar fréttir Furðuleg forréttindablinda Ég var með talsverðar væntingar þegar ég kom í Þjóðleikhúsið á föstudaginn á frumsýninguna á Íbúð 10B. Baltasar Kormákur snýr aftur í leikhúsið, Ólafur Jóhann með nýtt verk, stórleikarar Vesturports á sviðinu – hér er öllu tjaldað til. Niðurstaðan er hins vegar hálfgerð vonbrigði; leikrit sem er ófrumlegt og sýning sem veit ekki í hvaða átt hún ætlar að fara eða hvaða boðskap hún stendur fyrir. 21. október 2025 07:03 Skömminni skilað Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta. 8. október 2025 07:01 Veisla fyrir augu og eyru Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning. 1. október 2025 07:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Hamlet – Borgarleikhúsið. Frumsýnt 31. október 2025 Leikgerð: Kolfinna Nikulásdóttir, byggt á verki William Shakespeare. Leikstjóri: Kolfinna Nikulásdóttir. Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Salka Valsdóttir Leikarar: Sigurbjartur Sturla Atlason, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Vilhelm Neto, Hákon Jóhannesson, Hjörtur Jóhann Jónsson o.fl. Flókið verk Hamlet er eflaust það verk sem einna mest hefur verið skrifað um í sögu leikhúsbókmenntanna. Uppfærslur á Hamlet hér á landi hafa verið tilefni blaðagreina og skoðanaskipta. Hamlet er svolítið eins og Everest – tindur sem ungir leikstjórar og leikarar vilja klífa og sigra. Ástæðan er auðvitað sú hversu djúpt og flókið verkið er. Það fjallar allt í senn um stjórnmál, ástina, ofbeldi; það inniheldur tilvistarlegar vangaveltur, er fjölskylduharmleikur þar sem kafað er djúpt í sálartetur allra persóna verksins. Við verðum vitni að svikum, hefndum, grimmd og það endar í blóðbaði. En Hamlet er einnig nánast óleikhæft í útgáfu William Shakespeare. Það tæki vel yfir fjóra tíma í flutningi og margt í textanum er óskiljanlegt nútímafólki. Þess vegna þarf hver leikstjóri að búa til sína leikgerð, velja og hafna, stytta og strika út. Hver yfirstrikun er túlkun á textanum – ný nálgun á efni og boðskap verksins. Sumum finnst kannski helgispjöll að ætla sér að breyta brosinu á Monu Lísu, endurskrifa meistaraverk, en það er nauðsynlegt. Spurningin er ekki hvort það sé í lagi að takast á við verk Shakespeare með þessum hætti – heldur hvernig það er gert. Sturla Atlas og Vilhelm Neto á sviðinu. Borgarleikhúsið Óskýr þráður Kolfinna fer þá leið að láta verkið gerast í eins konar staðleysu. Í verki Shakespeare erum við stödd í Danaveldi þar sem samfélagið er að hruni komið sökum græðgi og spillingar í efstu lögum. Þetta er ríki vænisýki og njósna sem er að molna að innan. Hin frægu orð í upphafi verksins: ,,Það er eitthvað rotið í Danaveldi“ þekkja allir, hvort sem þeir hafa lesið Hamlet eða ekki. En í stað vænissýki erum við, í verki Kolfinnu, stödd í samfélagi athyglissýki. Verkið hefst á samtali Hamlets við áhorfendur þar sem Hamlet (Sigurbjartur Sturla) hvetur fólk til að taka af sér myndir og nota símana. Heimsmyndin sjálf er ekkert útskýrð frekar. Við vitum ekki hvort þetta ríki sé rotið eður ei. Við vitum ekki hvort hætta steðji að eða hver tengslin eru milli alþýðunnar og valdastéttarinnar. Og það flækir málin eftir því sem líður á verkið. Hlutverk Fortinbras (þó fjarlægur sé) er mikilvægt til að skilja gjörðir persóna verksins. Þema Shakespeare um njósnir fer einnig fyrir ofan garð og neðan því Hamlet og Ófelía eru dugleg að taka af sér sjálfur og nektarmyndir og henda á netið. Það gerði svo dauða Pólóníusar frekar afkáralegan því maður trúði ekki (í þessari tækni/samfélagsmiðlaheimsmynd) að hann þyrfti að fela sig á bak við gardínur til að hlera samtal Hamlets við Geirþrúði. Hilmir Snær og Hákon. Borgarleikhúsið Klaufaleg sviðsetning Hamlet er fullt af atriðum sem eru klassísk. Hamlet með hauskúpuna er eitt af þeim (hér sleppt) og svo er það fundur Hamlets við draug föður síns sem færir honum þær upplýsingar að Klaudíus sé bróðurbani og hafi bæði hrifsað til sín ríkið og móður Hamlets. Sviðsetning á þessu atriði er áhugaverð - það er öllu til tjaldað, vindvél, þoku, leikara í hrekkjarvökubúning og rödd draugsins er eins og klippt út úr Disney-mynd. Ég spurði mig hvort Kolfinnu væri alvara eða að gera grín að leikritinu með þessu atriði? (Ég vona eiginlega að það síðarnefnda sé nær lagi). Annað sem er truflandi er að Hóras er með Hamlet þegar draugurinn segir honum „sannleikann“ um Klaudíus. Eitt af því sem gerir Hamlet svo margbrotið verk er að maður veit aldrei hvort sýn hans sé raunveruleg eða ekki. Margir leikstjórar kjósa að túlka fund hans með draugnum sem einhvers konar innri martröð (Baltasar Kormákur talaði um þennan fund sem „innri martröð Hamlets“ í sinni uppfærslu með Hilmi Snæ í aðalhlutverki). Það eykur svo á vænisýkina og spurningarnar sem verkið felur í sér um sekt og sakleysi. Og er Kládíus í raun og veru sekur? Það flækir óþarflega málin að láta Hóras standa við hlið Hamlets í þessu atriði. Það voru fleiri atriði skringilega afgreidd í þessari uppfærslu. Dauði Ófelíu til að mynda – sem tók sér orð Hamlets í munn (að vera eða ekki vera) og endaði svo í furðulegri danssenu sem átti eflaust að minna á þýska teknóklúbba. Lokauppgjörið, þar sem enginn virtist vita hvað hann átti að vera að gera, svo í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir. Uppsetning Hamlets á Músagildrunni – leikritinu sem hann setur á svið til að fá úr því skorið hvort Klaudíus sé sekur eða ekki – var grímuball sem ég botnaði lítið í. Tvö leikrit í gangi Hins vegar voru tveir leikarar í sýningunni sem virtust ekki staddir í sama leikritinu og aðrir. Það voru Hilmir Snær Guðnason (Kládíus) og Sólveig Arnardóttir (Geirþrúður). Ég veit ekki hvort það var hugmynd leikstjórans eða borgaraleg óhlýðni þessara tveggja frábæru leikara en þau voru ein um að treysta texta William Shakespeare og leika hann sómasamlega. Syndajátning Kládíusar í kirkjunni þar sem Hamlet liggur á hleri var að mínu mati sterkasta sena kvöldsins og Hilmir Snær ljáði hverju orði vikt og merkingu. Sólveig lék Geirþrúði af glæsibrag, maður veit ekki hvort hún sé fórnarlamb Kládíusar eða meðspilari í svikunum og það er vel gert. Hvorki Hilmir Snær né Sólveig ná hins vegar að bjarga heildarmyndinni, þau eru látin kjamsa á orðunum „að vera eða ekki vera“ í lokin - eins og aðrar persónur verksins. Orð sem verða fyrir vikið gjörsamlega merkingarsnauð. Erfið aukahlutverk Hvað með leikarana sem eru í hinu leikritinu? Mér finnst Vilhelm Netó of ungur til að vera trúverðugur faðir Ófelíu og Laertesar. Villi er fínn gamanleikari og þannig túlkar hann Pólóníus en þar með glatast hin hlið persónunnar. Pólóníus er miskunnarlaus, útsmoginn klækjarefur. Hann notar sína eigin dóttur sem tálbeitu og á þannig sinn þátt í þeim harmleik sem dauði Ófelíu er. Berglind Alda gerir sitt besta í hlutverki Ófelíu og minnti mig einna helst á Trinity úr Matrix. Það er áhugaverð hugmynd að gera hana að sterkari og sjálfstæðari konu. Vandræðin eru hins vegar þegar maður á erfiðara með að trúa því að Pólóníus neyði hana til að njósna um Hamlet og það leiði hana svo inn í heim geðrofs og sjálfsskaða. Í þessari útgáfu finnst manni Ófelía sterkari persóna en Pólóníus sem þýðir þá að hún njósnar sjálfviljug um Hamlet og þá skildi ég ekki af hverju höfnun Hamlets (farðu í klaustur) leiðir hana í dauðann. Hamlet sjálfur En sjálfur Hamlet? Sigurbjartur Sturla fetar í fótspor ekki ómerkari íslenskra leikara en Lárusar Pálssonar, Gunnars Eyjólfssonar, Hilmis Snæs, Þrastar Leó og Ólafs Darra. Alvöru hópur þar (og ég er örugglega að gleyma einhverjum). Sigurbjartur er orkumikill leikari og er á þönum fram og til baka á sviðinu, milli hæða og niður í kjallara. Hann hefur í kringum sig hóp af ungum drengjum sem vöktu hugrenningartengsl við nýnasista enda allir krúnurakaðir í hermannabuxum og nærbolum. Sigurbjartur nær hins vegar ekki tökum á texta Shakespeare eins og gamli Hamlet sem leikur á móti honum. Í staðinn skiptir hann mikið yfir á ensku – sem unga kynslóðin skilur eflaust betur en íslenskuna og rappar líka heilmikið. Og sú hlið Hamlets sem mér þykir einna áhugaverðust – heimspekingurinn frá Wittenberg, efahyggjumaðurinn með frestunaráráttuna, týnist í þessari sviðsetningunni. Hér er Hamlet orðinn you-tuber með ADHD. Maður trúir því aldrei að hann sé mögulega að gera sér upp geðveiki (sem er lykilatriði í verkinu) því hann er klikk alveg frá upphafi. Tækifæri sem fer forgörðum Ný uppsetning á Hamlet á að vera stórviðburður í íslensku menningarlífi. Þannig hafa fyrri uppfærslur verið. Þú færð ekki sem leikari mörg tækifæri til að leika titilhutverkið. Þú færð ekki sem leikstjóri betri striga til að mála á og sýna hvers þú ert megnugur. Hamlet hefur í gegnum tíðina afhjúpað samfélög einræðis og ofsókna, verið okkur áminning um afleiðingar þess þegar valdastéttir einangra sig og detta úr tengslum við alþýðuna. Það eru sannarlega tækifæri til að tengja Hamlet við þá heimsmynd sem við búum við í dag – uppgang fasisma, innrásarstríð Rússa, iðnaðarnjósnir stórveldanna og glansmynd samfélagsmiðlanna. Borgarleikhúsið Kolfinna Nikulásdóttir ætlar sér eflaust stóra hluti í þessari útgáfu sinni af Hamlet en maður nær bara ekki að halda þræðinum. Það er áhugaverð hugmynd að láta Hamlet tala við áhorfendur í upphafi verksins og kynna leikarana með nafni en skömmu síðar er byrjað að leika atriði eins bókstaflega og hægt er. Það eru alls kyns tilvísanir í einhvers konar youtube-veruleika (sem yngri áhorfendur tengja eflaust betur við en ég) en það vantar samhljóm við þann heim sem verkið fjallar um. Mér fannst líka notkun á popplögum hálf þreytt. Í raun er þetta bara sama stílbragð og í Moulin Rouge-söngleiknum (sem leikarar gera nett grín að á einum tímapunkti). Það er eitthvað banal við að hlusta á Hamlet og Ófelíu syngja poppslagara til að lýsa betur tilfinningum sínum. Algjör andstæða við þá mótstöðu við beina eða afgerandi túlkun sem einkennir þetta meistaraverk Shakespeare. Ég gef hins vegar Kolfinnu hrós fyrir það að þora. Kannski á þessi Hamlet eftir að skemmta einhverjum en ég er nokkuð viss um að harðkjarna aðdáendur Shakespeare munu eflaust verða fyrir vonbrigðum. Að mínu mati komst Kolfinna því miður ekki upp úr grunnbúðunum að þessu sinni. Lokaniðurstaða: Þetta er útvötnuð útgáfa af Hamlet fyrir yngri kynslóðina. Það vantar ekki hugmyndirnar en hamagangurinn er á kostnað fínni blæbrigða verksins. Af leikhópnum er gamla gengið - Hilmir Snær og Sólveig Arnardóttir stjörnur sýningarinnar.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Menning Borgarleikhúsið Tengdar fréttir Furðuleg forréttindablinda Ég var með talsverðar væntingar þegar ég kom í Þjóðleikhúsið á föstudaginn á frumsýninguna á Íbúð 10B. Baltasar Kormákur snýr aftur í leikhúsið, Ólafur Jóhann með nýtt verk, stórleikarar Vesturports á sviðinu – hér er öllu tjaldað til. Niðurstaðan er hins vegar hálfgerð vonbrigði; leikrit sem er ófrumlegt og sýning sem veit ekki í hvaða átt hún ætlar að fara eða hvaða boðskap hún stendur fyrir. 21. október 2025 07:03 Skömminni skilað Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta. 8. október 2025 07:01 Veisla fyrir augu og eyru Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning. 1. október 2025 07:00 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Furðuleg forréttindablinda Ég var með talsverðar væntingar þegar ég kom í Þjóðleikhúsið á föstudaginn á frumsýninguna á Íbúð 10B. Baltasar Kormákur snýr aftur í leikhúsið, Ólafur Jóhann með nýtt verk, stórleikarar Vesturports á sviðinu – hér er öllu tjaldað til. Niðurstaðan er hins vegar hálfgerð vonbrigði; leikrit sem er ófrumlegt og sýning sem veit ekki í hvaða átt hún ætlar að fara eða hvaða boðskap hún stendur fyrir. 21. október 2025 07:03
Skömminni skilað Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta. 8. október 2025 07:01
Veisla fyrir augu og eyru Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning. 1. október 2025 07:00