Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 15:55 Viktor Bjarki Daðason hefur þegar afrekað að skora í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund. EPA/Liselotte Sabroe Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FC Kaupmannahafnar og gæti komið við sögu í London í kvöld þegar liðið sækir Tottenham heim í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira
Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Sjá meira