Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. nóvember 2025 23:03 Rafíþróttaæfingar fyrir eldri borgara eru haldnar í Egilshöll og var nóg um að vera þegar fréttastofa leit við. Vísir/Sigurjón Hópur eldri borgarar hittist vikulega til að iðka rafíþróttir og er stemningin einstaklega góð á æfingum. Æfingarnar eru frekar nýjar af nálinni en níu voru mættir þegar fréttastofa leit við í rafíþróttamiðstöðinni í Egilshöll í vikunni. Áður en viðstaddir fóru í tölvurnar fór fram fræðsla um gervigreindina og umræður. Svo voru gerðar fingraæfingar og eftir það voru allir klárir í æfinguna sjálfa. Nokkrir fóru að tefla í tölvunum en aðrir að aka formúlubílum. Flestir höfðu gaman af og lifðu sig inn í leikina. „Þetta er svona mikil spenna og manni líður ágætlega þegar maður er í þessu,“ sagði Guðný Þorvaldsdóttir þegar við hana var rætt. „Þetta er bara góð æfing líka. Ég er með gigt í höndum og mér líkar vel að æfa puttana. Ég er öll að verða skökk.“ Þórir Viðarsson stýrir æfingunum og segir mikilvægt að liðka fingurna.Vísir/Sigurjón Sá sem stýrir æfingunum er Þórir Viðarsson meðeigandi Next Level Gaming í Egilshöll. „Þau eru náttúrulega flest ný í tölvum og tölvuleikjum og það tekur allt tíma en ég er með reynslu til tuttugu og fimm ára að spila þannig ég geri mitt besta til að aðstoða þau.“ Hann átti þó ekki sjálfur hugmyndina að æfingunum. „Tengdamóðir mín hún kom með þessa hugmynd, fyndið að segja það, ástæðan fyrir því hún er alltaf í einhverju veseni sjálf með Internetið og svona og okkur datt þá í hug að koma með þau hingað.“ Spilaðir eru fjölbreyttir leikir á æfingum. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að vera mörg hver að takast á við nýja hluti voru allir á því að æfingarnar væru að gagnast þeim vel. Þá væri mikilvægt að taka þátt og einangra sig ekki. „Það er svo gaman að leika sér. Þetta þjálfar hugann,“ sagði Grímkell Arnljótsson þegar rætt var við hann. Leikjavísir Rafíþróttir Eldri borgarar Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira
Æfingarnar eru frekar nýjar af nálinni en níu voru mættir þegar fréttastofa leit við í rafíþróttamiðstöðinni í Egilshöll í vikunni. Áður en viðstaddir fóru í tölvurnar fór fram fræðsla um gervigreindina og umræður. Svo voru gerðar fingraæfingar og eftir það voru allir klárir í æfinguna sjálfa. Nokkrir fóru að tefla í tölvunum en aðrir að aka formúlubílum. Flestir höfðu gaman af og lifðu sig inn í leikina. „Þetta er svona mikil spenna og manni líður ágætlega þegar maður er í þessu,“ sagði Guðný Þorvaldsdóttir þegar við hana var rætt. „Þetta er bara góð æfing líka. Ég er með gigt í höndum og mér líkar vel að æfa puttana. Ég er öll að verða skökk.“ Þórir Viðarsson stýrir æfingunum og segir mikilvægt að liðka fingurna.Vísir/Sigurjón Sá sem stýrir æfingunum er Þórir Viðarsson meðeigandi Next Level Gaming í Egilshöll. „Þau eru náttúrulega flest ný í tölvum og tölvuleikjum og það tekur allt tíma en ég er með reynslu til tuttugu og fimm ára að spila þannig ég geri mitt besta til að aðstoða þau.“ Hann átti þó ekki sjálfur hugmyndina að æfingunum. „Tengdamóðir mín hún kom með þessa hugmynd, fyndið að segja það, ástæðan fyrir því hún er alltaf í einhverju veseni sjálf með Internetið og svona og okkur datt þá í hug að koma með þau hingað.“ Spilaðir eru fjölbreyttir leikir á æfingum. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að vera mörg hver að takast á við nýja hluti voru allir á því að æfingarnar væru að gagnast þeim vel. Þá væri mikilvægt að taka þátt og einangra sig ekki. „Það er svo gaman að leika sér. Þetta þjálfar hugann,“ sagði Grímkell Arnljótsson þegar rætt var við hann.
Leikjavísir Rafíþróttir Eldri borgarar Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Kristmundur Axel tók við af Bubba Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Sjá meira