Fótbolti

Kristian Nökkvi skoraði í Ís­lendinga­slagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar marki sínu fyrir Twente í dag. Hann er komin með þrjú deildarmörk á leiktíðinni.
Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar marki sínu fyrir Twente í dag. Hann er komin með þrjú deildarmörk á leiktíðinni. Getty/ANP COR LASKER

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði mark síns liðs þegar Twente gerði 1-1 jafntefli á útivelli á móti Groningen í dag í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Kristian kom Twente í 1-0 á 47. mínútu með skoti af stuttu færi eftir undirbúning Mats Rots.

Þeir voru ekki lengi yfir því Groningen fékk vítaspyrnu á 54. mínútu og úr henni jafnaði Stije Resink. Það reyndist vera síðasta mark leiksins.

Brynjólfur Willumsson varð að sætta sig við að vera á varamannabekknum hjá Groningen í dag en hann hefur ekki skorað síðan í lok ágúst og er að koma til baka eftir meiðsli.

Brynjólfur kom inn á sem varamaður þegar nítján mínútur voru til leiksloka. Fimm mínútum síðar fór Kristian af velli.

Kristian var að skora í öðrum leiknum í röð því hann skoraði einnig á móti sínum gömlu félögum í Ajax um síðustu helgi.

Kristian er þar með kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í ellefu deildarleikjum með Twente á leiktíðinni.

Groningen er í fimmta sæti með 19 stig en Twente er í áttunda sætinu með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×