Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 11:33 Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari ítalska félagsins Genoa. Hann var látinn taka pokann sinn í gær. Getty/Simone Arveda Íslenski landsliðsbakvörðurinn Mikael Egill Ellertsson er að fá nýjan þjálfara því Genoa ákvað að láta Patrick Vieira fara í gær. Vieira, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, var ráðinn í nóvember 2024 og undir hans stjórn endaði liðið í þrettánda sæti í ítölsku A-deildinni. Gengið á þessu tímabili hefur verið afar dapurt. Genoa er nú á botni deildarinnar og enn án sigurs í deildinni á þessari leiktíð. Uppskeran er sex töp og þrjú jafntefli í níu deildarleikjum. Einu sigrar félagsins á tímabilinu hafa komið í tveimur leikjum í ítalska bikarnum. Genoa and Patrick Vieira have parted company 🤝 pic.twitter.com/8qXTvDqQUK— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2025 Genoa staðfesti brotthvarf Vieira í gær, tveimur dögum fyrir leik liðsins gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins segir: „Genoa tilkynnir að Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari aðalliðsins. Félagið vill þakka þjálfaranum og starfsliði hans fyrir þá alúð og fagmennsku sem þau hafa sýnt í störfum sínum og óskar þeim alls hins besta á framtíðarferli sínum.“ „Tæknileg stjórn aðalliðsins hefur verið falin Roberto Murgita til bráðabirgða, með aðstoð frá Domenico Criscito.“ Eftir að hafa stýrt Nice og New York City FC var Vieira í tvö ár knattspyrnustjóri Crystal Palace áður en hann hætti þar í mars 2023 og tók við sem aðalþjálfari Strasbourg í júlí 2023. Honum entist ekki þar nema til júlí 2024. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í síðustu átta deildarleikjunum undir stjórn Viera og þar af spilaði hann allar níutíu mínúturnar í síðustu sex leikjum. Hann hefur spilað mest inni á miðjunni en einnig sem bakvörður eins og hjá íslenska landsliðinu. Mikael Egill Ellertsson í leik með Genoa á þessu tímabili.Gertty/sportinfoto/DeFodi Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Vieira, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi miðjumaður Arsenal og franska landsliðsins, var ráðinn í nóvember 2024 og undir hans stjórn endaði liðið í þrettánda sæti í ítölsku A-deildinni. Gengið á þessu tímabili hefur verið afar dapurt. Genoa er nú á botni deildarinnar og enn án sigurs í deildinni á þessari leiktíð. Uppskeran er sex töp og þrjú jafntefli í níu deildarleikjum. Einu sigrar félagsins á tímabilinu hafa komið í tveimur leikjum í ítalska bikarnum. Genoa and Patrick Vieira have parted company 🤝 pic.twitter.com/8qXTvDqQUK— Sky Sports Football (@SkyFootball) November 1, 2025 Genoa staðfesti brotthvarf Vieira í gær, tveimur dögum fyrir leik liðsins gegn Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu félagsins segir: „Genoa tilkynnir að Patrick Vieira er ekki lengur þjálfari aðalliðsins. Félagið vill þakka þjálfaranum og starfsliði hans fyrir þá alúð og fagmennsku sem þau hafa sýnt í störfum sínum og óskar þeim alls hins besta á framtíðarferli sínum.“ „Tæknileg stjórn aðalliðsins hefur verið falin Roberto Murgita til bráðabirgða, með aðstoð frá Domenico Criscito.“ Eftir að hafa stýrt Nice og New York City FC var Vieira í tvö ár knattspyrnustjóri Crystal Palace áður en hann hætti þar í mars 2023 og tók við sem aðalþjálfari Strasbourg í júlí 2023. Honum entist ekki þar nema til júlí 2024. Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Genoa í síðustu átta deildarleikjunum undir stjórn Viera og þar af spilaði hann allar níutíu mínúturnar í síðustu sex leikjum. Hann hefur spilað mest inni á miðjunni en einnig sem bakvörður eins og hjá íslenska landsliðinu. Mikael Egill Ellertsson í leik með Genoa á þessu tímabili.Gertty/sportinfoto/DeFodi
Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira