Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 10:32 Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Manchester United náði ekki að halda sigurgöngunni áfram í gær. Getty/ Michael Regan/@theunitedstrand Þriggja leikja sigurganga Manchester United endaði með 2-2 jafntefli á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær og margir hugsuðu strax til eins manns sem var kominn svo nálægt því að komast í langþráða klippingu. „Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand) Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
„Ég var svo viss um að við værum með þetta. Meira að segja alveg í blálokin þegar skoti Ahmads var bjargað á línu. Mér varð þá bókstaflega óglatt. Ég ætla ekki að ljúga, ég er algjörlega miður mín yfir deginum í dag,“ sagði Frank Ilett, stuðningsmaður Manchester United sem heldur úti síðunni The United Strand. Hann hefur lofað því að fara ekki í klippingu fyrr en Manchester United vinnur fimm leiki í röð og strákurinn er kominn með myndarlegan lubba sem og yfir sex hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. „Auðvitað er ég þegar farinn að skoða næsta mögulega tíma fyrir klippingu og satt best að segja er ég nokkuð bjartsýnn. Næst gæti það gerst 8. desember eftir leikinn gegn Wolves, sem yrði dagur númer 429,“ sagði Ilett. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) „Ef þú skoðar næstu ellefu leiki okkar, þá spilum við við Spurs, Everton, Palace, West Ham, Wolves, Bournemouth, Aston Villa, Newcastle, aftur Wolves, Leeds og svo Burnley. Við hljótum að geta náð fimm sigrum í röð á þessu tímabili. Ég persónulega myndi segja að hver einasti af þessum leikjum sé vinnanlegur svo ég held að klippingin muni ekki dragast mikið á langinn,“ sagði Ilett. „Hvað varðar frammistöðuna hjá liðinu þá virtumst við detta út á köflum í leiknum en ég tel að það séu samt jákvæðir punktar sem hægt er að taka með sér. Hluti af uppbyggingu spilsins var það liprasta sem ég man eftir í töluverðan tíma. Það eru klárlega framfarir sjáanlegar en auðvitað taka svona hlutir tíma. Ég er gríðarlega vonsvikinn með úrslitin í dag og að vera kominn aftur á byrjunarreit í áskoruninni,“ sagði Ilett „Fyrir leikinn leit þetta út fyrir að verða auðveldur sigur, en við höldum áfram og ég veit að sigrarnir eru á næsta leiti,“ sagði Ilett eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frank Ilett (The United Strand) (@theunitedstrand)
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira