Körfubolti

Tvö­föld tvenna Tryggva í tæpu tapi

Siggeir Ævarsson skrifar
Tryggvi í ham í úrslitum Evrópubikarsins síðasta vor
Tryggvi í ham í úrslitum Evrópubikarsins síðasta vor EPA-EFE/ACHILEAS CHIRAS

Tryggvi Snær Hlinason átti fantagóðan leik í kvöld þegar Bilbao tapaði í jöfnum leik, 79-77, gegn Manresa í ACB deildinni á Spáni.

Tryggvi skilaði tvöfaldri tvennu í hús þegar hann skoraði ellefu stig og tók þrettán fráköst. Þá bætti hann við þremur stoðsendingum og einum stolnum bolta og var besti maður Bilbabo samkvæmt úrslitavefnum Sofascore.

Bilbao leiddi allan fjórða leikhlutann en lokasekúndurnar urðu æsispennandi. Þegar 40 sekúndur voru eftir komst Bilbao einu stigi yfir, 76-77, en heimamenn skoruðu síðustu tvær körfur leiksins og unnu að lokum 79-77.

Tryggvi og félagar eru í 11. sæti deildarinnar eftir fjóra leiki með tvö töp og tvo sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×