Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 13:02 Laura Harvey er þjálfari Seattle Reign og hér er mikið í gangi hjá henni á hliðarlínunni. Getty/Alika Jenner Laura Harvey er einn sigursælasti þjálfari bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta undanfarin ár og hún er óhrædd við að nýta sér nýjustu tækni til að ná sem bestum árangri. Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Harvey, sem er aðalþjálfari Seattle Reign FC, sagðist hafa notað gervigreindarforritið ChatGPT til að fá ráðleggingar um leikaðferðir á síðasta undirbúningstímabili, sem að lokum leiddi til þess að hún og þjálfarateymi hennar prófuðu nýja uppstillingu með fimm varnarmönnum. Þrisvar unnið titilinn Harvey hefur þrisvar sinnum unnið NWSL-skjöldinn og þrisvar sinnum verið valin þjálfari ársins í NWSL. Hún talaði um nytsemi gervigreindarinnar í hlaðvarpinu „Soccerish Podcast“ Seattle Reign head coach Laura Harvey says she has leaned on ChatGPT to help inspire her tactics in the NWSL this season....and it worked! pic.twitter.com/fRUlC1qSD8— Match of the Day (@BBCMOTD) October 31, 2025 Hún hefði hvorki spilað með fimm manna varnarlínu áður né rannsakað hana ítarlega og var í fyrstu ekki hrifin af svari gervigreindarinnar um einkenni eigin liðs. Hún hélt þó áfram að spyrja almennari spurninga um NWSL-deildina. „Og svo sló ég inn: ‚Hvaða uppstillingu ætti maður að nota til að sigra lið í NWSL?‘“ sagði Harvey í viðtali við „Soccerish Podcast“ sem birt var á fimmtudaginn. „Og það taldi upp öll liðin í deildinni og hvaða uppstillingu maður ætti að nota. Ég er ekki að grínast Og fyrir tvö lið – ég ætla ekki að segja hver þau eru, því þá vita þau það – sagði það: ‚Þú ættir að spila með fimm manna varnarlínu.‘ Svo ég gerði það. Í alvöru, það var ástæðan fyrir því að ég gerði það. Ég hugsaði með mér: ‚Hmm, við skulum prófa.‘ Þetta var snemma á tímabilinu. Og ég sagði við þjálfarateymið: ‚Ég er ekki að grínast, þetta er það sem ég gerði.“ Og þau sögðu: „Ha, áhugavert.““ Þjálfarateymið rannsakaði uppstillinguna og kannaði hana ofan í kjölinn til að sjá hvernig hún gæti hentað liðinu. „Okkur leist vel á hana. Og hún virkaði – við unnum leikinn.“ Harvey vildi ekki gefa upp á móti hvaða andstæðingi hún var að prófa uppstillinguna, en svaraði spurningu um hvort það hefði verið Portland Thorns með því að segja að svo væri ekki, „heldur eitt af þeim liðum sem eru virkilega góð.“ Seattle er nú í fjórða sæti NWSL-deildarinnar og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðustu umferð deildarkeppninnar á sunnudag. Á síðasta ári endaði Reign í 13. sæti af 14 liðum í deildinni. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira