„Getum verið fjandi góðir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. október 2025 21:49 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindvíkinga. Vísir/Anton „Ég verð að segja að ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir 35 stiga sigur liðsins gegn Val í kvöld, 55-90. „Ég bjóst við Völsurunum talsvert sterkari, en það verður ekki tekið af okkur að við vorum góðir. Sérstaklega á varnarhelmingi vallarins.“ „Við vorum feykilega góðir, sérstaklega varnarlega. Við höldum þeim í 55 stigum og náðum held ég mest 38 stiga forskoti. Þannig ég er bara mjög ánægður með mitt lið í kvöld.“ En hvað gerði Grindvíkinga svona góða varnarlega í kvöld? „Við vorum bara hreyfanlegir og það er lítið um augljósa galla á liðinu. Þegar við erum svona samstilltir þá getum við bara verið fjandi góðir varnarlega. Við sýndum það líka á móti Álftanesi þar sem við unnum góðan sigur. Svo snýst þetta líka stundum um hvað við ætlum og hvert við erum að stefna. Það vinnst á varnarleik. Varnarleikurinn er það sem við erum að einblína á.“ Grindvíkingar eru nú búnir að vinna fimm af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en Jóhann segir að liðið þurfi að halda sig á jörðinni. „Við erum bara með báða fætur á jörðinni. Við erum ekki einu sinni komnir inn í nóvember. Við erum bara rétt að leggja af stað út og erum ekki einu sinni búnir að leggja línuna. Við erum bara ennþá á útstími og það á enn eftir að leggja línuna, draga og fara í land. Við erum varla komnir af stað.“ „En það er alltaf meira gaman að vinna en að tapa og það gefur manni gott bragð í munninn. Það er það góða í þessu.“ Að lokum var Jóhann spurður út í Isaiah Coddon, sem sat á varamannabekk Grindvíkinga í kvöld, en hann virðist vera að ganga í raðir liðsins. „Okkur vantar bara skrokka. Við erum búnir að vera í sambandi við hann í einhvern hálfan mánuð. Mér sýnist hann vera búinn að yfirgefa Njarðvík og þetta er eitthvað sem við erum bara að skoða. Við erum bara ellefu akkúrat núna þannig það má lítið út af bregða. Það er í rauninni það sem við erum að hugsa. Auðvitað fær hann sína sénsa ef hann stendur sig og ef þetta gengur upp. Það er það sem við erum að hugsa með þessu,“ sagði Jóhann að lokum. UMF Grindavík Valur Bónus-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Ég bjóst við Völsurunum talsvert sterkari, en það verður ekki tekið af okkur að við vorum góðir. Sérstaklega á varnarhelmingi vallarins.“ „Við vorum feykilega góðir, sérstaklega varnarlega. Við höldum þeim í 55 stigum og náðum held ég mest 38 stiga forskoti. Þannig ég er bara mjög ánægður með mitt lið í kvöld.“ En hvað gerði Grindvíkinga svona góða varnarlega í kvöld? „Við vorum bara hreyfanlegir og það er lítið um augljósa galla á liðinu. Þegar við erum svona samstilltir þá getum við bara verið fjandi góðir varnarlega. Við sýndum það líka á móti Álftanesi þar sem við unnum góðan sigur. Svo snýst þetta líka stundum um hvað við ætlum og hvert við erum að stefna. Það vinnst á varnarleik. Varnarleikurinn er það sem við erum að einblína á.“ Grindvíkingar eru nú búnir að vinna fimm af fyrstu fimm leikjum tímabilsins, en Jóhann segir að liðið þurfi að halda sig á jörðinni. „Við erum bara með báða fætur á jörðinni. Við erum ekki einu sinni komnir inn í nóvember. Við erum bara rétt að leggja af stað út og erum ekki einu sinni búnir að leggja línuna. Við erum bara ennþá á útstími og það á enn eftir að leggja línuna, draga og fara í land. Við erum varla komnir af stað.“ „En það er alltaf meira gaman að vinna en að tapa og það gefur manni gott bragð í munninn. Það er það góða í þessu.“ Að lokum var Jóhann spurður út í Isaiah Coddon, sem sat á varamannabekk Grindvíkinga í kvöld, en hann virðist vera að ganga í raðir liðsins. „Okkur vantar bara skrokka. Við erum búnir að vera í sambandi við hann í einhvern hálfan mánuð. Mér sýnist hann vera búinn að yfirgefa Njarðvík og þetta er eitthvað sem við erum bara að skoða. Við erum bara ellefu akkúrat núna þannig það má lítið út af bregða. Það er í rauninni það sem við erum að hugsa. Auðvitað fær hann sína sénsa ef hann stendur sig og ef þetta gengur upp. Það er það sem við erum að hugsa með þessu,“ sagði Jóhann að lokum.
UMF Grindavík Valur Bónus-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira