Handbolti

ÍR á­fram eftir sigur í Mos­fells­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍR flaug áfram.
ÍR flaug áfram. Vísir/Diego

ÍR er komið áfram í Powerade-bikar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ, lokatölur 22-27.

Katrín Helga Davíðsdóttir var markahæst í liði Aftureldingar með 8 mörk. Þar á eftir kom Susan Ines Barinas Gamboa með 7 mörk.

Hjá ÍR skoraði Vaka Líf Kristinsdóttir 5 mörk. Þar á eftir komu Sara Dögg Hjaltadóttir og Ásthildur Bertha Bjarkadóttir með 4 mörk hvor.

Ásamt ÍR-ingum eru FH, HK, Víkingur, KA/Þór og Grótta komin áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×