Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2025 15:01 Echoes of the end hefur verið helling endurbættur. Myrkur Games Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games gefur í dag út endurbætta útgáfu af leiknum Echoes of the end, einungis nokkrum mánuðum eftir að leikurinn kom fyrst út. Uppfærslan gerir umtalsverðar breytingar á leiknum sem taka mikið mið af uppástungum frá spilurum. Með breytingunum vilja forsvarsmenn Myrkur Games bregðast við gagnrýni á leikinn. Echoes of the end gerist í ævintýraheimi sem kallast Aema en þessu heimur líkist Íslandi. Söguheimurinn er því bæði einstaklega fallegur og áhugaverður, eins og við förum betur yfir hér neðar. Hann fjallar um Ryn, sem er ung stríðskona sem fæddist með sjaldgæfa hæfileika til að stjórna fornum göldrum í heimi þar sem mörg ríki berjast um yfirráð yfir rústum gamals heimsveldis. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Halldóri Snæ Kristjánssyni, forstjóra Myrkur Games, að spilarar leiksins séu fyrirtækinu mjög mikilvægir. Þeir hafi bent á margar mögulegar breytingar og endurbætur á leiknum. Ákveðið hafi verið að verða við því og það á tiltölulega stuttum tíma. Núna verður hægt að breyta útliti Ryn í gegnum spilun leiksins. Hægt er að finna ný föt á hana í leiknum og aðra muni sem gera breytingar á Ryn og hvernig spilarar spila hana. Þá er búið að breyta og bæta hreyfingar hennar og annarra persóna í leiknum. Bardagakerfi leiksins hefur einnig verið breytt töluvert en frekari upplýsingar um breytingarnar og af hverju farið var í þær í ítarlegu myndbandi sem Myrkur Games birtu á dögunum. Þeir sem eiga leikinn fyrir fá endurbættu útgáfuna ókeypis. Þá er leikurinn á fjörutíu prósenta afslætti á PlayStation og Steam. Tengdar fréttir Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum. 11. júní 2025 06:31 Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar. 9. júní 2025 22:46 Skönnuðu Aldísi frá toppi til táar og gleymdu ekki tönnunum Aldís Amah Hamilton leikkona fer með stórt hlutverk í tölvuleiknum Senua's Saga: Hellblade 2 sem er nýkominn út. Hún lýsir magnaðri lífsreynslu og ótrúlegri för í einn stærsta líkamsskanna í heimi þar sem hún var skönnuð frá toppi til táar og ekkert skilið eftir, ekki einu sinni tennurnar hennar. Leikurinn gerist í fantasíuveröld á Íslandi á tíundu öld og er sagður vera ástaróður til landsins. 26. maí 2024 10:01 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Með breytingunum vilja forsvarsmenn Myrkur Games bregðast við gagnrýni á leikinn. Echoes of the end gerist í ævintýraheimi sem kallast Aema en þessu heimur líkist Íslandi. Söguheimurinn er því bæði einstaklega fallegur og áhugaverður, eins og við förum betur yfir hér neðar. Hann fjallar um Ryn, sem er ung stríðskona sem fæddist með sjaldgæfa hæfileika til að stjórna fornum göldrum í heimi þar sem mörg ríki berjast um yfirráð yfir rústum gamals heimsveldis. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er haft eftir Halldóri Snæ Kristjánssyni, forstjóra Myrkur Games, að spilarar leiksins séu fyrirtækinu mjög mikilvægir. Þeir hafi bent á margar mögulegar breytingar og endurbætur á leiknum. Ákveðið hafi verið að verða við því og það á tiltölulega stuttum tíma. Núna verður hægt að breyta útliti Ryn í gegnum spilun leiksins. Hægt er að finna ný föt á hana í leiknum og aðra muni sem gera breytingar á Ryn og hvernig spilarar spila hana. Þá er búið að breyta og bæta hreyfingar hennar og annarra persóna í leiknum. Bardagakerfi leiksins hefur einnig verið breytt töluvert en frekari upplýsingar um breytingarnar og af hverju farið var í þær í ítarlegu myndbandi sem Myrkur Games birtu á dögunum. Þeir sem eiga leikinn fyrir fá endurbættu útgáfuna ókeypis. Þá er leikurinn á fjörutíu prósenta afslætti á PlayStation og Steam.
Tengdar fréttir Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum. 11. júní 2025 06:31 Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar. 9. júní 2025 22:46 Skönnuðu Aldísi frá toppi til táar og gleymdu ekki tönnunum Aldís Amah Hamilton leikkona fer með stórt hlutverk í tölvuleiknum Senua's Saga: Hellblade 2 sem er nýkominn út. Hún lýsir magnaðri lífsreynslu og ótrúlegri för í einn stærsta líkamsskanna í heimi þar sem hún var skönnuð frá toppi til táar og ekkert skilið eftir, ekki einu sinni tennurnar hennar. Leikurinn gerist í fantasíuveröld á Íslandi á tíundu öld og er sagður vera ástaróður til landsins. 26. maí 2024 10:01 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum. 11. júní 2025 06:31
Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Eftir margra ára vinnu hafa forsvarsmenn íslenska leikjafyrirtækisins Myrkur Games í fyrsta sinn birt myndefni beint úr væntanlegum tölvuleik þeirra Echoes of the End auk þess sem útgáfutími hefur verið tilkynntur en leikurinn verður gefinn út í sumar. 9. júní 2025 22:46
Skönnuðu Aldísi frá toppi til táar og gleymdu ekki tönnunum Aldís Amah Hamilton leikkona fer með stórt hlutverk í tölvuleiknum Senua's Saga: Hellblade 2 sem er nýkominn út. Hún lýsir magnaðri lífsreynslu og ótrúlegri för í einn stærsta líkamsskanna í heimi þar sem hún var skönnuð frá toppi til táar og ekkert skilið eftir, ekki einu sinni tennurnar hennar. Leikurinn gerist í fantasíuveröld á Íslandi á tíundu öld og er sagður vera ástaróður til landsins. 26. maí 2024 10:01