Körfubolti

„Hann ætti bara að skrifa af­sökunar­biblíuna“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Már Eggertsson er alveg óhræddur við yfirlýsingarnar fyrir keppni.
Andri Már Eggertsson er alveg óhræddur við yfirlýsingarnar fyrir keppni. Sýn Sport

Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum.

Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi extra en þar spreyta Nablinn Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson sig í ýmsum íþróttagreinum. Í fyrsta þætti kepptu þeir í sextíu metra hlaupi og í öðrum þætti var keppt í langstökki og í þeim þriðja reyndu þeir fyrir sér í kúluvarpi.

Klippa: Extra leikarnir: Körfufótbolti í fjórða þætti

Í nýjasta einvígi félaganna var sagt skilið við frjálsar íþróttirnar í bili. „Núna erum við að fara að blanda saman okkar uppáhaldsíþróttum, fótbolta og körfubolta,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Félagarnir kepptu að þessu sinni í körfufótbolta.

Tómas var ekki viss um hvort reynsla hans frá körfuboltavellinum myndi koma sér vel í þessari keppni. Stóra málið voru meiðslin.

„Enn og aftur, hnéð. Það hjálpar ekki,“ sagði Tómas.

„Er þetta eitthvað grín hvað þú ert að væla mikið út af þessu hné?“ spurði Stefán Árni.

„Nei, þetta er ekkert grín og þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Tómas.

„Ég á ekki til orð yfir þessum afsökunum. Hann ætti að skrifa bók. Hann ætti bara að skrifa afsöskunarbiblíuna. Hann ætti bara að gefa hana út í vetur. Ég segi bara áfram körfubolti og ég er að fara að taka þetta,“ sagði Nablinn Andri Már.

Svo var komið að keppninni sem var skrautlega að vanda en útkomuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×