Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 10:30 Leikmenn norðurírska landsliðsins sprelluðu í Reykjavík í gær en alvaran tekur við í dag. Skjáskot/@northernireland Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira