Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 10:30 Leikmenn norðurírska landsliðsins sprelluðu í Reykjavík í gær en alvaran tekur við í dag. Skjáskot/@northernireland Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira