Körfubolti

Bíll Shaquille O'Neal enn ó­fundinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaquille O'Neal fékk ekki bílinn sem var búð að sérsmíða fyrir hann.
Shaquille O'Neal fékk ekki bílinn sem var búð að sérsmíða fyrir hann. Getty/Santiago Felipe

Leit lögreglunnar að 22 milljóna króna lúxusbíl NBA-goðsagnarinnar Shaquille O'Neal hefur enn ekki borið árangur.

Bílnum var stolið í Georgíu-fylki fyrr í þessum mánuði

Sýslumannsskrifstofa Lumpkin-sýslu í norðausturhluta Georgíu sagði að rannsóknarmenn teldu að jeppabíllinn hafi verið tekinn frá verksmiðju og fluttur til Atlanta-svæðisins í síðustu viku.

Bíllinn átti að vera fluttur til Baton Rouge í Louisiana til að körfuboltastjarnan gæti notað hann meðan hann var í bænum á leik Louisiana State University, en hann kom aldrei þangað.

Rannsóknarmenn hafa borið kennsl á marga grunaða og tryggt sér nokkrar húsleitarheimildir.

Effortless Motors, sem er staðsett í Kaliforníu, sérsmíðaði bílinn en fyrirtækið hefur unnið með O'Neal frá árinu 2023.

Talsmaður þessa sagði CBS News í Atlanta að brotist hefði verið inn í tölvukerfi FirstLine Trucking LLC, þess hins sama og sá um flutning bílsins.

Bíllinn var sérsmíðaður fyrir hinn 216 sentimetra háa O'Neal, auk margra annars konar uppfærslna.

Effortless Motors býður nú tíu þúsund Bandaríkjadali, 1,2 milljónir króna, fyrir allar upplýsingar sem gætu hjálpað rannsóknarmönnum að finna bílinn

Shaquille O'Neal var fjórfaldur NBA-meistari á sínum tíma og er talinn í hópi bestu miðherja í sögu NBA-deildarinnar þar sem hann spilaði í nítján ár frá 1992 til 2011.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×