Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 07:31 Max Dowman gæti fengið tækifæri með Arsenal í enska deildabikarnum í kvöld. Getty/ Alex Pantling Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal er með liðið sitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar og lið uppfullt af stjörnuleikmönnum. Í leikmannahópnum er líka hinn fimmtán ára gamli Max Dowman. Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Dowman er ekki nógu gamall til að skrifa undir atvinnumannasamning en Mikel Arteta hefur ekki áhyggjur af því að keppinautar hans gætu stolið undrabarninu frá Arsenal áður en hann kemst á aldur. 🚨❤️🤍 Max Dowman has signed scolarship deal at Arsenal, all sealed with the club today.15 year old’s also ready to sign new pro contract at the club starting from 2027, with verbal agreement in place.Seen as key part of #AFC part long term project by board/Arteta. pic.twitter.com/5ZhQeBva7D— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 23, 2025 Strákurinn samþykkti í síðustu viku að gera námsstyrk við Arsenal sem tekur gildi þegar hann verður sextán ára þann 31. desember næstkomandi. Verður að bíða eftir sautján ára afmælinu Samkvæmt FIFA-reglum geta leikmenn ekki skrifað undir atvinnumannasamning fyrr en þeir verða sautján ára og þetta eina ár þarf að Arsenal að bíða í von og óvon og getur ekki fest hæfileikaríkan leikmann sem hefur vakið áhuga víðs vegar að úr Evrópu. „Ég hugsa ekki um þetta því allt sem ég heyri frá leikmanninum og fjölskyldunni hefur verið mjög jákvætt,“ sagði Mikel Arteta. „Við viljum öll að hann verði hér til langs tíma og ég held að það sé það sem hann vill líka. Eftir það er það meira fyrir [íþróttastjórann] Andreu [Berta] og félagið,“ sagði Arteta. Mikill stuðningsmaður Arsenal „Tilfinningin sem ég hef er sú að honum þyki virkilega gott að vera hér. Hann er mikill stuðningsmaður Arsenal og fjölskylda hans er mjög ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast í kringum hann líka. Vonandi verður hann með okkur í mörg ár,“ sagði Arteta. Dowman verður væntanlega í leikmannahópnum fyrir fjórðu umferð enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Brighton í kvöld. Hann var ekki með í 2-1 tapi Arsenal gegn Chelsea um síðustu helgi. Það yrði þá fjórði leikur hans með aðalliðinu. ❤️🤍💫 Arteta: “When you look at Max Dowman in training, you have to play him - if not you are blind, or I’m blind”.“The feeling that I have is that, genuinely, he loves it here. He’s huge Arsenal supporter and his family also”.“Hopefully for many years he will be with us”. pic.twitter.com/yFe5y6xuxS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 28, 2025 Þá myndum við aldrei spila honum „Ef við skoðuðum vegabréf hans á hverjum degi myndum við aldrei spila honum, svo einfalt er það,“ sagði Arteta. „En þegar þú horfir á það sem hann gerir á æfingum verðurðu að spila hann. Ef ekki, þá ertu blindur, eða ég er blindur. Þetta snýst því um að finna jafnvægi, stjórna sérstaklega álaginu, hlutunum sem eru að breytast í lífi hans, og tryggja að hann geti tekist á við það. Hingað til hefur hann gert það,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira