Bragðgott quesadilla á einni plötu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 17:02 Hildur Rut deilir fjölda girnilegra rétta á vefsíðunni Gerum daginn girnilegan og á Instagram-síðu sinni. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér bragðgóðum mexíkóskum rétti sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur í undirbúningi þar sem öll hráefnin fara á eina plötu og inn í ofn. Rétturinn samanstendur af stökkum tortilla-kökum, hakki og fersku grænmeti. Að lokum er hann toppaður með sýrðum rjóma og kóríander. BBQ-quesadillas á einni plötu Hráefni: 500 g nautahakk 1 stk meðalstór laukur, saxaður 1 stk ferskt chili, saxað (eða smá chiliflögur) 1 1/2 dl Hunts BBQ sósa 2 dl smátt skornir tómatar 200 g rifinn cheddar ostur 8 stk stórar tortilla kökur ólífuolía til penslunar salt og pipar Til að toppa: Sýrður rjómi 1 stk avókadó, skorið í sneiðar Ferskt kóríander Límóna Ferskt chili í sneiðum (má sleppa) Aðferð: Hitið ofninn í 200°C og klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Steikið nautahakkið á pönnu þar til það er brúnað. Bætið lauk og chili út á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur þar til laukurinn mýkist. Hellið Hunts BBQ-sósunni út í og hrærið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Leggið 7-8 tortillur á bökunarplötu þakta bökunarpappír þannig að þær liggi aðeins yfir hvor aðra. Þetta á að mynda botninn. Dreifið nautahakksblöndunni yfir botninn, smátt skornum tómötum og rifnum cheddar osti yfir. Leggið restina af tortillunum (ég notaði eina) í miðjuna ofan á sem lok og brjótið brúnirnar inn þannig að þær hylji fyllinguna. Penslið toppinn með ólífuolíu. Bakið í 20–25 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn og stökkur. Skerið sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma, avókadó, fersku salati, kóríander, lime og chili og njótið vel. Aðferðina má sjá í myndbandinu hér að neðan View this post on Instagram A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars) Matur Uppskriftir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Rétturinn samanstendur af stökkum tortilla-kökum, hakki og fersku grænmeti. Að lokum er hann toppaður með sýrðum rjóma og kóríander. BBQ-quesadillas á einni plötu Hráefni: 500 g nautahakk 1 stk meðalstór laukur, saxaður 1 stk ferskt chili, saxað (eða smá chiliflögur) 1 1/2 dl Hunts BBQ sósa 2 dl smátt skornir tómatar 200 g rifinn cheddar ostur 8 stk stórar tortilla kökur ólífuolía til penslunar salt og pipar Til að toppa: Sýrður rjómi 1 stk avókadó, skorið í sneiðar Ferskt kóríander Límóna Ferskt chili í sneiðum (má sleppa) Aðferð: Hitið ofninn í 200°C og klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Steikið nautahakkið á pönnu þar til það er brúnað. Bætið lauk og chili út á pönnuna og steikið áfram í nokkrar mínútur þar til laukurinn mýkist. Hellið Hunts BBQ-sósunni út í og hrærið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Leggið 7-8 tortillur á bökunarplötu þakta bökunarpappír þannig að þær liggi aðeins yfir hvor aðra. Þetta á að mynda botninn. Dreifið nautahakksblöndunni yfir botninn, smátt skornum tómötum og rifnum cheddar osti yfir. Leggið restina af tortillunum (ég notaði eina) í miðjuna ofan á sem lok og brjótið brúnirnar inn þannig að þær hylji fyllinguna. Penslið toppinn með ólífuolíu. Bakið í 20–25 mínútur eða þar til toppurinn er gullinbrúnn og stökkur. Skerið sneiðar og berið fram með sýrðum rjóma, avókadó, fersku salati, kóríander, lime og chili og njótið vel. Aðferðina má sjá í myndbandinu hér að neðan View this post on Instagram A post shared by Hildur Rut (@hildurrutingimars)
Matur Uppskriftir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira