Fótbolti

Tómas og fé­lagar með átta stiga for­skot eftir sigur gegn Celtic

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tómas Bent Magnússon og félagar eru á toppnum í Skotlandi.
Tómas Bent Magnússon og félagar eru á toppnum í Skotlandi. Mark Scates/SNS Group via Getty Images

Tómas Bent Magnússon og félagar hans í Hearts eru ansi óvænt komnir með átta stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3-1 sigur gegn Celtic í toppslag deildarinnar í dag.

Óhætt er að segja að tímabilið fari vel af stað fyrir Tómas og félaga í Hearts, sem hafa unnið átta leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu níu umferðunum. 

Á sama tíma er Celtic ekki að eiga sitt besta tímabil það sem af er, og Rangers hefur aðeins unnið einn af átta leikjum sínum.

Það gæti því farið svo að í fyrsta skipti síðan árið 1985 lyfti eitthvað annað lið en Celtic eða Rangers skoska meistaratitlinum.

Tómas Bent byrjaði á varamannabekk Hearts í dag og kom inn á þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan þegar orðin 3-1, sem urðu lokatölur.

Hearts trónir því á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir níu leiki, átta stigum meira en Celtic sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×