„Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2025 22:19 Óskar Þorsteinsson, þjálfari ÍA. vísir/jón gautur Skagamenn unnu frábæran sigur í Bónus deild karla gegn Álftanesi í kvöld, 76-74. Mikil spenna var undir lok leiks en Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, var að vonum gríðarlega ánægður í leikslok. „Mér líður bara ógeðslega vel. Tíu sinnum betur en eftir Njarðvíkurleikinn sem var svipuð spenna. Æðislegt að klára þetta,“ sagði Óskar Þór, þjálfari Skagamanna. Skagamenn byrjuðu fyrstu tvo leikhluta leiksins illa en í bæði skiptin náðu þeir að snúa taflinu við. Þeir komu svo á flugi út í síðari hálfleikinn og litu ekki til baka eftir það. „Við byrjuðum bara að smella aðeins betur sóknarlega. Mér fannst við bara ekki hafa verið að hreyfa boltann nægilega vel. Þeir eru með geggjað varnarlið og ef við ætlum að reyna að sækja á þá einn á einn of mikið þá er það bara erfitt. Um leið og við fengum flæði í þá og réðumst á næsta mann þá fór þetta að ganga betur,“ sagði Óskar. Skagamenn fengu nú nýverið nýjan serbneskan leikmann til liðs við sig. Sá heitir Ilija Đoković og Skagamenn eru spenntir fyrir honum. Þeir eru þó nú þegar með fjóra erlenda leikmenn sem þýðir að einn þeirra þurfi að víkja. „Við ætlum að halda fimm manna æfingahóp allavega eins og er en svo bara tökum við stöðuna í framhaldinu. Okkur fannst vanta aðeins betri leikstjórn í leikina. Við erum með ellefu tapaða bolta í hálfleik. Það mun vonandi hjálpa okkur mikið. Hann mætti í gær, búinn að taka eina æfingu með liðinu og það eru mestu lætin í honum á bekknum. Ég er ánægður með hann hingað til en svo þurfum við bara að sjá hvernig hann er inná vellinum,“ sagði Óskar Þór um nýja manninn. Skagamenn kveðja íþróttahúsið á Vesturgötu eftir leikinn í kvöld og flytja loksins í nýju AvAir höllina við Jaðarsbakka. Húsið hefur lengi spilað stórt hlutverk í körfuboltanum á Akranesi. „Það er bara æðislegt að kveðja húsið svona. Mikið hrós á okkar fólk bara enn og aftur. Það er geggjuð stemning hérna og ólýsanlegt að spila fyrir þetta fólk,“ sagði þjálfari Skagamanna að lokum. Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Mér líður bara ógeðslega vel. Tíu sinnum betur en eftir Njarðvíkurleikinn sem var svipuð spenna. Æðislegt að klára þetta,“ sagði Óskar Þór, þjálfari Skagamanna. Skagamenn byrjuðu fyrstu tvo leikhluta leiksins illa en í bæði skiptin náðu þeir að snúa taflinu við. Þeir komu svo á flugi út í síðari hálfleikinn og litu ekki til baka eftir það. „Við byrjuðum bara að smella aðeins betur sóknarlega. Mér fannst við bara ekki hafa verið að hreyfa boltann nægilega vel. Þeir eru með geggjað varnarlið og ef við ætlum að reyna að sækja á þá einn á einn of mikið þá er það bara erfitt. Um leið og við fengum flæði í þá og réðumst á næsta mann þá fór þetta að ganga betur,“ sagði Óskar. Skagamenn fengu nú nýverið nýjan serbneskan leikmann til liðs við sig. Sá heitir Ilija Đoković og Skagamenn eru spenntir fyrir honum. Þeir eru þó nú þegar með fjóra erlenda leikmenn sem þýðir að einn þeirra þurfi að víkja. „Við ætlum að halda fimm manna æfingahóp allavega eins og er en svo bara tökum við stöðuna í framhaldinu. Okkur fannst vanta aðeins betri leikstjórn í leikina. Við erum með ellefu tapaða bolta í hálfleik. Það mun vonandi hjálpa okkur mikið. Hann mætti í gær, búinn að taka eina æfingu með liðinu og það eru mestu lætin í honum á bekknum. Ég er ánægður með hann hingað til en svo þurfum við bara að sjá hvernig hann er inná vellinum,“ sagði Óskar Þór um nýja manninn. Skagamenn kveðja íþróttahúsið á Vesturgötu eftir leikinn í kvöld og flytja loksins í nýju AvAir höllina við Jaðarsbakka. Húsið hefur lengi spilað stórt hlutverk í körfuboltanum á Akranesi. „Það er bara æðislegt að kveðja húsið svona. Mikið hrós á okkar fólk bara enn og aftur. Það er geggjuð stemning hérna og ólýsanlegt að spila fyrir þetta fólk,“ sagði þjálfari Skagamanna að lokum.
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira