Sport

„Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gunnar Magnússson var ekki sáttur við spilamennsku lærisveina sinna. 
Gunnar Magnússson var ekki sáttur við spilamennsku lærisveina sinna. 

Gunnar Magnússon var ósáttur við hvernig sínir menn spiluðu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir FH í áttundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

„Við vorum arfaslakir í þessum leik og þetta er lang slakasta frammistaðan hjá liðinu síðan ég tók við í sumar. Freyr Aronsson hélt liðinu á floti að þessu sinni en það voru fjölmargir leikmenn mjög ólíkir sjálfum sér og við eigum mjög mikið inni,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka ósáttur.

„Ég lærði margt í þessum leik um leikmann mína og nú er það bara mitt verkefni að laga það sem gekk ekki vel að þessu sinni. Það er svekkjandi að sýna svona frammistöðu í svona leik og við verðum að nýta pásuna sem fram undan er vel til þess að vinna í okkar málum,“ sagði Gunnar enn fremur.

„Við áttum svipaðan leik í fyrsta leik tímabilsins og við rifum okkur upp eftir það og nú þurfum við bara að gera það aftur. Ég er bara nýtekinn við liðinu þannig og það er margt sem liðið þarf að bæta til þess að komast á þann stað þar sem ég vil hafa liðið,“ sagði hann.

„Það er hins vegar bara október og lítið búið af mótinu þannig að það er ekkert stress þrátt fyrir þetta tap. Við þurfum hins vegar að finna þann stöðugleika að svona frammistöður liti ekki dagsins ljós oft. Við eigum heilmikið inni og leikmenn vita það alveg sjálfir,“ sagði Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×