„Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. október 2025 11:14 Frá árinu 2017 hefur hópurinn Konur eru konum bestar selt boli til styrktar góðum málefnum. „Síðustu árin höfum við selt boli en í ár ákváðum við að breyta til og búa til klút - fyrir kvennaforsetann okkar, Höllu Tómasdóttur, sem hefur skapað tískustraum fyrir okkur og allar konur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. Frá árinu 2017 hefur hópurinn Konur eru konum bestar selt boli til styrktar góðum málefnum. Á bak við verkefnið standa þær Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. Í ár hafa þær hannað sérstakan silkiklút til styrktar Hollvinum Grensás með það að markmiði að safna fyrir nýjum tækjum og búnaði sem styður konur í endurhæfingu og hjálpar þeim að komast aftur á réttan stað í lífinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Því miður sjáum við stundum dæmi um að konur tali niður til annarra kvenna. Með þessu verkefni viljum við leggja áherslu á að við stöndum saman, hvetjum og lyftum hvor annarri. Þetta snýst um breytt hugarfar - með örlítilli breytu á þekktri setningu,“ segir Elísabet. Táknræn merking um samstöðu kvenna Fram kemur í tilkynningunni að klúturinn sé hvítur, sem vísar til táknrænnar merkingar samstöðu kvenna í gegnum tíðina. Fánalitirnir í jaðri klútsins ramma inn þann kraft og elju sem íslenskar konur hafa sýnt í baráttunni síðustu 50 ár, og talan 50 prýðir tvö horn klútsins í tilefni 50 ára afmælis kvennafrídagsins; „Klúturinn er tískuflík sem hægt er að nota á ótal vegu – hann er nútímalegur, fjölhæfur og tímalaus. Og það sem skiptir mestu máli: allur ágóði, í raun öll innkoma af sölu, fer óskert til góðs málefnis.“ Salan hefst á táknrænan og skemmtilegan hátt á Kvennafrídaginn næstkomandi föstudag á Lækjartorgi, með svokallaðri „pylsusölu“ út um gluggann. Klúturinn fer á sama tíma í sölu á vefsíðunni Konur eru konum bestar. Áður hefur hópurinn stutt við Ljónshjarta, Kvennaathvarfið, Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, Kraft, Bjarkarhlíð og Stígamót. Hingað til hefur hópurinn safnað rúmlega 20 milljónum króna til verðugra málefna. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Tengdar fréttir „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31 Selja góðgerðarboli í fimmta skipti: „Nú er það svart“ Konur eru konum bestar söfnunarátakið er farið af stað en árlega er safnað fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. 23. nóvember 2021 09:39 Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni. 2. október 2020 11:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Frá árinu 2017 hefur hópurinn Konur eru konum bestar selt boli til styrktar góðum málefnum. Á bak við verkefnið standa þær Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Aldís Pálsdóttir og Nanna Kristín Tryggvadóttir. Í ár hafa þær hannað sérstakan silkiklút til styrktar Hollvinum Grensás með það að markmiði að safna fyrir nýjum tækjum og búnaði sem styður konur í endurhæfingu og hjálpar þeim að komast aftur á réttan stað í lífinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. „Því miður sjáum við stundum dæmi um að konur tali niður til annarra kvenna. Með þessu verkefni viljum við leggja áherslu á að við stöndum saman, hvetjum og lyftum hvor annarri. Þetta snýst um breytt hugarfar - með örlítilli breytu á þekktri setningu,“ segir Elísabet. Táknræn merking um samstöðu kvenna Fram kemur í tilkynningunni að klúturinn sé hvítur, sem vísar til táknrænnar merkingar samstöðu kvenna í gegnum tíðina. Fánalitirnir í jaðri klútsins ramma inn þann kraft og elju sem íslenskar konur hafa sýnt í baráttunni síðustu 50 ár, og talan 50 prýðir tvö horn klútsins í tilefni 50 ára afmælis kvennafrídagsins; „Klúturinn er tískuflík sem hægt er að nota á ótal vegu – hann er nútímalegur, fjölhæfur og tímalaus. Og það sem skiptir mestu máli: allur ágóði, í raun öll innkoma af sölu, fer óskert til góðs málefnis.“ Salan hefst á táknrænan og skemmtilegan hátt á Kvennafrídaginn næstkomandi föstudag á Lækjartorgi, með svokallaðri „pylsusölu“ út um gluggann. Klúturinn fer á sama tíma í sölu á vefsíðunni Konur eru konum bestar. Áður hefur hópurinn stutt við Ljónshjarta, Kvennaathvarfið, Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, Kraft, Bjarkarhlíð og Stígamót. Hingað til hefur hópurinn safnað rúmlega 20 milljónum króna til verðugra málefna.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Tengdar fréttir „Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31 Selja góðgerðarboli í fimmta skipti: „Nú er það svart“ Konur eru konum bestar söfnunarátakið er farið af stað en árlega er safnað fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. 23. nóvember 2021 09:39 Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni. 2. október 2020 11:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“ „Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 25. september 2022 13:31
Selja góðgerðarboli í fimmta skipti: „Nú er það svart“ Konur eru konum bestar söfnunarátakið er farið af stað en árlega er safnað fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. 23. nóvember 2021 09:39
Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Salan á góðgerðarbol Konur eru konum bestar hefst um helgina. Að þessu sinni er safnað fyrir Bjarkarhlíð. Salan er eingöngu rafræn að þessu sinni. 2. október 2020 11:30