Músin Ragnar og stemning Stólanna Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 14:32 Ragnar Ágústsson átti frábæran leik gegn ÍR-ingum. Vísir/Anton Brink Þó að Tindastóll hafi tapað Evrópuleik sínum í Tékklandi í gærkvöld þá hefur tímabilið að öðru leyti gengið eins og í sögu og stemningin virst mikil. Um þetta ræddu menn í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Stólarnir eru á toppi Bónus-deildarinnar eftir þrjá sigra en þeir keyrðu yfir ÍR-inga í Breiðholtinu síðasta föstudag, og unnu 113-67. Ragnar Ágústsson átti þar frábæran leik og skoraði tuttugu stig, með áttatíu prósent skotnýtingu, en umræðuna um hann og stemninguna hjá Stólunum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Músin Ragnar og stemning Stólanna „Það fer rosalega mikið fyrir Ragnari inni á vellinum. Það taka allir eftir því þegar hann er að hreyfa sig. En þetta er músin sem læðist. Þetta er ekki gæinn sem er að fara í áhorfendur og hvetja alla áfram. Hann bara spilar á fullu, alltaf í botni, og gerir ótrúlega marga grunnhluti ótrúlega vel. Það er gaman að hann skuli vera að fá tækifæri hjá nýjum þjálfara,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi. Stólarnir hafa í nógu að snúast því á milli leikja í Bónus-deildinni eru þeir að spila í Norður-Evrópukeppninni, þar sem þeir unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu svo gegn Opava í Tékklandi í gær. Teitur Örlygsson er sannfærður um að þátttakan í keppninni geri mikið fyrir Stólana: „Þegar að mitt lið fór í svona keppnis- eða æfingaferðir fyrir tímabilið þá fannst mér þetta alltaf gera liðinu ofboðslega gott. Samveran límir einhvern veginn hópinn saman. Nýju leikmennirnir opna sig og kynnast. Mér finnst ég sjá þetta á Tindastólsliðinu innan vallar. Það er ofboðslega gaman hjá þeim og ég hef oft sagt að ég dauðöfunda þá að vera að taka þátt í svona keppni, og þurfa ekki að vera að mæta á æfingar klukkan sjö á kvöldin í myrkrinu. Vera bara úti í heimi að spila körfubolta,“ sagði Teitur. Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sigurganga Tindastóls endaði í Tékklandi í kvöld þegar liðið steinlá á móti BK Opava í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. 20. október 2025 17:41 Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus deild karla í gær segir Teitur Örlygsson að Keflavík eigi að stefna á að fara alla leið. 18. október 2025 10:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Stólarnir eru á toppi Bónus-deildarinnar eftir þrjá sigra en þeir keyrðu yfir ÍR-inga í Breiðholtinu síðasta föstudag, og unnu 113-67. Ragnar Ágústsson átti þar frábæran leik og skoraði tuttugu stig, með áttatíu prósent skotnýtingu, en umræðuna um hann og stemninguna hjá Stólunum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Músin Ragnar og stemning Stólanna „Það fer rosalega mikið fyrir Ragnari inni á vellinum. Það taka allir eftir því þegar hann er að hreyfa sig. En þetta er músin sem læðist. Þetta er ekki gæinn sem er að fara í áhorfendur og hvetja alla áfram. Hann bara spilar á fullu, alltaf í botni, og gerir ótrúlega marga grunnhluti ótrúlega vel. Það er gaman að hann skuli vera að fá tækifæri hjá nýjum þjálfara,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í Körfuboltakvöldi. Stólarnir hafa í nógu að snúast því á milli leikja í Bónus-deildinni eru þeir að spila í Norður-Evrópukeppninni, þar sem þeir unnu fyrstu tvo leiki sína en töpuðu svo gegn Opava í Tékklandi í gær. Teitur Örlygsson er sannfærður um að þátttakan í keppninni geri mikið fyrir Stólana: „Þegar að mitt lið fór í svona keppnis- eða æfingaferðir fyrir tímabilið þá fannst mér þetta alltaf gera liðinu ofboðslega gott. Samveran límir einhvern veginn hópinn saman. Nýju leikmennirnir opna sig og kynnast. Mér finnst ég sjá þetta á Tindastólsliðinu innan vallar. Það er ofboðslega gaman hjá þeim og ég hef oft sagt að ég dauðöfunda þá að vera að taka þátt í svona keppni, og þurfa ekki að vera að mæta á æfingar klukkan sjö á kvöldin í myrkrinu. Vera bara úti í heimi að spila körfubolta,“ sagði Teitur.
Bónus-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sigurganga Tindastóls endaði í Tékklandi í kvöld þegar liðið steinlá á móti BK Opava í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. 20. október 2025 17:41 Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus deild karla í gær segir Teitur Örlygsson að Keflavík eigi að stefna á að fara alla leið. 18. október 2025 10:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sigurganga Tindastóls endaði í Tékklandi í kvöld þegar liðið steinlá á móti BK Opava í Norður-Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. 20. október 2025 17:41
Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Bónus deild karla í gær segir Teitur Örlygsson að Keflavík eigi að stefna á að fara alla leið. 18. október 2025 10:31