Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2025 15:01 Hugleikur hefur áfrýjað ákvörðuninni. Samsett/Hugleikur Hugleiki Dagssyni hefur verið hent út af Meta-aðgöngum sínum fyrir að brjóta reglur miðlanna. Hann veit ekki um hvaða mynd sé að ræða en spýtukallanekt viðrist fara fyrir brjóstið á algóritma Meta. Í færslu sem samstarfskonu Hugleiks tókst einhvern veginn að birta á síðu hans segir að honum hafi verið formlega hent út af Facebook og Instagram vegna spýtukallateikninga sinnar. „Ég veit ekki hvert var síðasta stráið en undanfarið hafa þeir verið að fjarlægja nakta spýtukalla og andfasísk skilaboð. Þetta er heimurinn sem við lifum í,“ skrifar hann á ensku. Síðustu skilaboðin sem hægt var að birta á Facebook-síðunni.Hugleikur Dagsson Í samtali við fréttastofu segist Hugleikur þó ekki vita hvaða mynd það var sem fór svo fyrir brjóstið á algórithma Meta að reikningunum var lokað. „Ég hef verið að fá viðvaranir upp á síðkastið og farið varlega og kynnt mér reglurnar um hvað má,“ segir Hugleikur en Facebook hefur áður hótað að loka reikningum hans vegna naktra spýtukalla. „Ég hélt ég hefði ekki brotið neinar reglur en ég veit ekki hvað það var. Það gæti hafa verið eitthvað gamalt.“ Hugleikur segir að áður en reglur um nekt voru settar birti hann slíkar skopmyndir. Ástæða bannsins gæti því hafa verið að einhver hafi rekist á gamla mynd, misboðið og tilkynnt hana til Meta. Hann veit hins vegar að um var að ræða færslu á Instagram, sem komi á óvart því hann hafi fengið færri áminningar þar og reglurnar þar séu ekki eins strangar og á Facebook. „Þess vegna kom þetta óvart, ég vissi ekki að það væri hægt að banna mig á báðum vígsstöðum fyrir brot á öðrum.“ Getur ekki reitt sig á vendarengil Hugleikur áfrýjaði banninu undir eins og fékk þá tilkynningu um að málið yrði tekið til skoðunar. Það sem kom ekki fram áður en hann áfrýjaði var að ef starfsfólk Meta teldi reikninginn brjóta reglur yrði heila klabbinu eytt. Um er að ræða annað skiptið sem Hugleik er hent út en ónefndur verndarengill bjargaði honum í fyrra skiptið. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ sagði Hugleikur í viðtali á Vísi í ágústmánuði. „Ég þori ekki að jinx-a það og líka bara sá aðili var svo næs við mig í það skipti en ég get ekki reitt mig á góðmennsku þeirra á allt. En aldrei að vita, þá ég bara einhvern vendarengil þar,“ segir hann aðspurður hvort hann vonist til að verndarengillinn aðstoði hann aftur. „Ég væri að sjálfsögðu mjög þakklátur.“ Vegna bannsins hefur Hugleikur leitað á önnur mið og stofnaði aðgang á Bluesky. Að auki er hann með reikning á Patreon. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Myndlist Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Í færslu sem samstarfskonu Hugleiks tókst einhvern veginn að birta á síðu hans segir að honum hafi verið formlega hent út af Facebook og Instagram vegna spýtukallateikninga sinnar. „Ég veit ekki hvert var síðasta stráið en undanfarið hafa þeir verið að fjarlægja nakta spýtukalla og andfasísk skilaboð. Þetta er heimurinn sem við lifum í,“ skrifar hann á ensku. Síðustu skilaboðin sem hægt var að birta á Facebook-síðunni.Hugleikur Dagsson Í samtali við fréttastofu segist Hugleikur þó ekki vita hvaða mynd það var sem fór svo fyrir brjóstið á algórithma Meta að reikningunum var lokað. „Ég hef verið að fá viðvaranir upp á síðkastið og farið varlega og kynnt mér reglurnar um hvað má,“ segir Hugleikur en Facebook hefur áður hótað að loka reikningum hans vegna naktra spýtukalla. „Ég hélt ég hefði ekki brotið neinar reglur en ég veit ekki hvað það var. Það gæti hafa verið eitthvað gamalt.“ Hugleikur segir að áður en reglur um nekt voru settar birti hann slíkar skopmyndir. Ástæða bannsins gæti því hafa verið að einhver hafi rekist á gamla mynd, misboðið og tilkynnt hana til Meta. Hann veit hins vegar að um var að ræða færslu á Instagram, sem komi á óvart því hann hafi fengið færri áminningar þar og reglurnar þar séu ekki eins strangar og á Facebook. „Þess vegna kom þetta óvart, ég vissi ekki að það væri hægt að banna mig á báðum vígsstöðum fyrir brot á öðrum.“ Getur ekki reitt sig á vendarengil Hugleikur áfrýjaði banninu undir eins og fékk þá tilkynningu um að málið yrði tekið til skoðunar. Það sem kom ekki fram áður en hann áfrýjaði var að ef starfsfólk Meta teldi reikninginn brjóta reglur yrði heila klabbinu eytt. Um er að ræða annað skiptið sem Hugleik er hent út en ónefndur verndarengill bjargaði honum í fyrra skiptið. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ sagði Hugleikur í viðtali á Vísi í ágústmánuði. „Ég þori ekki að jinx-a það og líka bara sá aðili var svo næs við mig í það skipti en ég get ekki reitt mig á góðmennsku þeirra á allt. En aldrei að vita, þá ég bara einhvern vendarengil þar,“ segir hann aðspurður hvort hann vonist til að verndarengillinn aðstoði hann aftur. „Ég væri að sjálfsögðu mjög þakklátur.“ Vegna bannsins hefur Hugleikur leitað á önnur mið og stofnaði aðgang á Bluesky. Að auki er hann með reikning á Patreon.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Myndlist Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira