Fótbolti

Hár­ná­kvæm fyrir­gjöf Loga skilaði marki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Logi Tómasson hefur stimplað sig vel inn hjá Samsunspor.
Logi Tómasson hefur stimplað sig vel inn hjá Samsunspor. getty/Veysel Altun

Logi Tómasson lagði upp mark þegar Samsunspor bar sigurorð af Kayserispor, 1-3, í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Á lokamínútu fyrri hálfleik átti Logi góða fyrirgjöf frá vinstri á kollinn á Carlo Holse sem skallaði boltann í netið. Holse skoraði annað mark sitt á 64. mínútu og Rick van Drongelen kom Samsunspor svo í 0-3 átta mínútum síðar.

Kayserispor minnkaði muninn á 83. mínútu en sigur Samsunspor var ekki í hættu. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með sextán stig og hefur aðeins tapað einum af níu leikjum sínum.

Logi hefur spilað alla níu deildarleiki Samsunspor á tímabilinu og gefið tvær stoðsendingar. Hann kom til liðsins frá Strømsgodset í Noregi í sumar.

Í hollensku úrvalsdeildinni sigraði Sparta Rotterdam Groningen með tveimur mörkum gegn engu.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma hjá Spörtu Rotterdam en Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki með liðinu. Brynjólfur Andersen Willumsson lék ekki með Groningen sem er í 5. sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir níu leiki. Sparta Rotterdam er í 10. sætinu með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×