Íslenski boltinn

Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mjólkurbikarinn FH-Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins kvenna, Breiðablik vann í framlengingu.
Mjólkurbikarinn FH-Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins kvenna, Breiðablik vann í framlengingu.

FH-ingurinn Thelma Karen Pálmadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar.

Thelma fékk verðlaunin afhent eftir leik FH gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag. Blikar unnu leikinn, 3-2.

Auk Thelmu voru Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir úr Breiðabliki og Bríet Fjóla Bjarnadóttir úr Þór/KA tilnefndar sem efnilegasti leikmaðurinn. Hrafnhildur Ása fékk verðlaunin í fyrra.

Hin sautján ára Thelma hefur sprungið út hjá FH í sumar. Liðið lenti í 2. sæti Bestu deildarinnar og komst í úrslit Mjólkubikarsins þar sem það tapaði fyrir Breiðabliki, 3-2.

Thelma skoraði bæði mörk FH-inga í bikarúrslitaleiknum. Í Bestu deildinni skoraði hún átta mörk.

Frammistaða Thelmu í sumar fór ekki framhjá Þorsteini Halldórssyni sem valdi hana í íslenska A-landsliðið fyrir leikina gegn Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Thelma hefur leikið 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað tíu mörk.


Tengdar fréttir

Birta valin best

Blikinn Birta Georgsdóttir var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili af leikmönnum deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×