Íslenski boltinn

Birta valin best

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Breiðablik- Víkingur besta deild kvenna. Breiðablik tryggir sér íslandsmeistaratitilinn.
Breiðablik- Víkingur besta deild kvenna. Breiðablik tryggir sér íslandsmeistaratitilinn.

Blikinn Birta Georgsdóttir var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili af leikmönnum deildarinnar.

Birta fékk verðlaunin afhent eftir leik Breiðabliks og FH í lokaumferð deildarinnar. Blikar unnu 3-2 sigur. Birta skoraði annað mark þeirra í leiknum.

Breiðablik varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum og vann Mjólkurbikarinn að auki. 

Birta í stóru hlutverki hjá Blikum og skoraði samtals 21 mark í deild og bikar. Hún varð næstmarkahæst í Bestu deildinni með átján mörk, fimm mörkum minna en samherji sinn, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.

Þrír leikmenn Breiðabliks voru tilnefndar sem besti leikmaður Bestu deildarinnar: Birta, Berglind og fyrirliðinn Agla María Albertsdóttir. Einnig voru Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi leikmaður FH, og Þróttarinn Katie Cousins tilnefndar.

Birta, sem er 23 ára, er uppalin hjá Stjörnunni en kom til Breiðabliks frá FH fyrir fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×