Fótbolti

Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson hefur ekkert spilað síðan gegn Real Oviedo 30. ágúst.
Orri Steinn Óskarsson hefur ekkert spilað síðan gegn Real Oviedo 30. ágúst. getty/Juan Manuel Serrano Arce

Óvíst er hvenær landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson snýr aftur á völlinn.

Real Sociedad hefur greint frá því að bakslag hafi komið í bata Orra. Meiðsli í fremri lærvöðva á vinstri fæti hafa tekið sig upp aftur.

Orri hefur ekkert spilað síðan í lok ágúst og misst af öllum fjórum leikjum Íslands í undankeppni HM 2026.

Orri hefur aðeins spilað þrjá deildarleiki með Real Sociedad á tímabilinu og skorað eitt mark. Hann kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári.

Í næsta mánuði mætir Ísland Aserbaísjan og Úkraínu ytra í síðustu tveimur leikjum sínum í D-riðli undankeppni HM. Ekki liggur fyrir hvort Orri verði með í þeim leikjum.

Real Sociedad hefur gengið afleitlega á tímabilinu og er aðeins með fimm stig í nítjánda og næstneðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×