Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2025 09:01 Í æsku var hann kallaður Jói af systkinum sínum en Jóhann af foreldrum sínum, ömmu og afa. En eftir að hann gerðist leikari var hann kallaður Jói Sig, og í seinni tíð Jói Stóri. Vísir/Anton Brink Jóhann Sigurðarson hefur verið í hópi þekktustu leikara þjóðarinnar í áratugi. Núna lítur hann um öxl og fer yfir ferlinn í sýningunni 44 ár á fjölunum. Jói Sig og Jói Stóri Jóhann og samstarfsfólk hans buðu upp á samskonar sýningu í Borgarleikhúsinu seinasta vor og það heppnaðist svo vel að það var ákveðið að endurtaka leikinn, nú seinast í Hofi á Akureyri og svo aftur í Borgarleikhúsinu þann 22.október næstkomandi. „Á fjölunum“ - þetta er gamalt hugtak, það var alltaf verið að segja: „Ertu ennþá á fjölunum?“ eða „Ertu ekki alltaf á fjölunum?“ Þegar ég fór af stað með þetta í byrjun þá settist ég niður og byrjaði að tína upp úr minningakistunni – og hún reyndist vera troðfull. Ég vildi hafa þetta skemmtilegt, tengja saman sögur og söngva og búa til flæði og skapa heild. Búa til skemmtilega kvöldstund,“ segir Jóhann en á sýningunni segir hann líka sögur, úr eigin lífi og úr leikhúsbransanum. Í æsku var hann kallaður Jói af systkinum sínum en Jóhann af foreldrum sínum, ömmu og afa. En eftir að hann gerðist leikari var hann kallaður Jói Sig. „Það byrjaði þannig að einn kollegi minn kallaði mig Jóa Sig þegar hann var að segja einhverjum öðrum frá mér – og þannig festist það við mig einhvern veginn,” segir Jói sem er líka oft kallaður Jói Stóri. Nafn sem er ef til við hæfi fyrir mann með stóra og mikla rödd og nærveru. „Ég hef að vísu enga hugmynd um hvaðan sú nafngift kemur, hver fann upp á henni. Þetta hefur bara komið upp í seinni tíð.“ Í sýningunni fer Jói í gegnum feril sinn með söngvum og sögum ásamt Karlakór Kópavogs undir stjórn Sigurðar Helga og sjö manna hljómsveitar Pálma Sigurhjartar, ásamt fjölda annarra gesta, þar á meðal eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona, Valgerður Guðnadóttir, Kristján Sigmundsson, Kristján Jóhannsson og Örn Gauti, sonur Jóhanns. Það er af nógu af taka af ferli sem spannar meira en fjóra áratugi. Í gegnum tíðina hefur Jóhann tekið þátt í uppsetningum á fjölmörgum söngleikjum; Fiðlaranum á þakinu, Vesalingunum, Jesus Christ Superstar, My Fair Lady, að ógleymdum Gosa. En ferillinn samanstendur ekki einungis af söngleikjum. Jói hefur nefnilega líka talað inn á fjölmargar Disney teiknimyndir sem lifa góðu lífi í huga margra Íslendinga. Konungur ljónanna, Aladín og Hringjarinn í Notre Dame þar á meðal. Þeir sem voru börn á fyrrihluta níunda áratugarins muna eflaust eftir Smjattpöttunum eða „Munch bunch“ en heil kynslóð barna fylgdist með ævintýrum þeirra í Stundinni okkar en þeir hurfu með jafnskjótum hætti og þeir höfðu birst. Jói las inn á 150 þætti og söng síðan öll lögin inn á plötu. Smjattpattalagið er að sjálfsögðu hluti af sýningunni og er næsta víst að margir foreldrar fá smá nostalgíu við að heyra: „Smjattpattar burt flúðu fljóttí frelsisleit um miðja nóttsvo fundu þeir sér fögur húsí friðsælum garði“ Ráðvilltur og leitandi í leiklistarnám Fyrir 44 árum útskrifaðist Jói úr Leiklistarskólanum. Hann fór þangað inn blautur á bak við eyrun, eins og hann orðar það sjálfur. Hann á erfitt með að festa fingur á hvaðan leiklistaráhuginn og hæfileikarnir komu. „Þegar ég var yngri þá ætlaði ég að verða bóndi, mamma og pabbi bjuggu í sveit þar sem mamma var organisti í kirkjunni og pabbi var í kórnum. Ég var mikið að spila á gítar í partýum og herma eftir þegar ég var yngri. Mamma mín, Guðrún Birna Hannesdóttir, hún hvatti mig alltaf mikið, hún hafði nefnilega lært leiklist hjá Lárusi Pálssyni í eitt ár, og fór svo seinna meir og gerðist píanókennari.“ Þegar Jói fór í prufurnar fyrir Leiklistarskólann á sínum tíma var hann að eigin sögn frekar rasandi og ráðvilltur ungur maður; hann var búinn að vera á samningi hjá Húsasmíðameistara í tvö ár og var ekki alveg viss um hvert hann vildi stefna. Einn vinur hans hafði nefnt við hann: „Jói, þú ættir að verða leikari!“ „Ég hafði farið áður í prufu, það var 1974 og ég var 18 ára. Og ég hugsaði ég með mér að ég ætlaði nú að prófa þetta. Svo kom inn fullt af fólki, Gísli Rúnars, Edda Björgvins og fleiri krakkar sem voru búin að vera helling í bransanum. Ég beið með þarna frammi, og í staðinn fyrir að fara með þeim inn – þá labbaði ég bara út. Ég hafði bara ekki kjarkinn í þetta þarna, ég var ekki tilbúinn. Ekki fyrr en þremur árum seinna. Svo bara flaug ég inn. Manni var hent í þetta. En þetta var ótrúlegur tími, þetta breytti lífi mínu. Þegar minn bekkur útskrifaðist árið 1981, þá fengum við öll vinnu strax. Við vorum fyrsti árgangurinn sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum, áður fyrr voru þetta tveir skólar, Leiklistarskóli SÁL og Leiklistarskóli leikhúsanna.Á þessum tíma hafði ekki verið útskrifaður hópur í tvö ár þannig að við komum nokkuð fersk inn á markaðinn. Við vorum þarna Karl Ágúst, Sigrún Edda, Guðbjörg Thoroddsen, Guðmundur Ólafsson, Júlíus Hjörleifsson og Guðjón Pederesen.“ Jói rambaði hálfpartinn inn í Leiklistarskólann á sínum tíma- en síðan var ekki aftur snúið.Vísir/Anton Brink Erfitt að velja uppáhaldshlutverk Hann hefur starfað óslitið við fagið síðan þá. Hlutverkin skipta hundruðum. Hann var lengst af í Þjóðleikhúsinu, í tæpa tvo áratugi. „Það er erfitt að nefna uppáhaldssýningu, eða hlutverk. En það sem stendur upp úr er til dæmis Bílaverkstæði Badda, sem var sýnt eitthvað í kringum 130 sinnum. Og svo verk eftir Ólaf Hauk Símonarson; Þrek og Tár og Hafið. Við sýndum Sölku Völku í 110 skipti minnir mig. Það voru alveg nokkrar sýningar sem fóru vel yfir hundraðið. Að leika í verkum eftir Anton Chekov og Shakespeare stendur líka upp úr. Mér þykir líka alltaf vænt um hlutverk sem ég lék í sýningunni Albert Snorko býr einn. Ég hef alla tíð haft nóg að gera, í leikhúsinu, bíómyndum og sjónvarpi. Á sínum tíma var ég mikið í útvarpsleikhúsinu og var að leika og syngja inn á plötur. Í seinni tíð hef ég síðan mikið verið að lesa hljóðbækur: ævisögur, fagurbókmennir og glæpasögur,“ segir Jói en á ferilskrá hans eru bækur á borð við Hobbitann, Petsamo eftir Arnald Indriðason, Samsærið eftir Eirík Bergmann, auk bóka eftir Jón Kalmann Stefánsson. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að hafa lesið inn á seríurnar af Harry Potter bókunum, þar sem hann hefur brugðið sér í líki meira en sjötíu karaktera. Leiklistin gerist í augnablikinu Í sýningunni 44 ár fjölunum segir Jói sögur úr leikhúsinu - og þær eru ófáar. Aðspurður um eftirminnileg atvik úr leikhúsinu í gegnum tíðina nefnir Jói nokkur dæmi. „Á sínum tíma var ég að leika í Söngvaseið í Þjóðleikhúsinu og við stóðum tvö á sviðinu, ég og Margrét Pétursdóttir leikkona. Þetta er í miðju lagi þar sem hún stendur og syngur voða fallega og ég horfi á hana. Þá allt í einu springur ljóskastari uppi í turninum þarna í leikhúsinu, með þessum svakalega hvelli. Magga öskrar upp fyrir sig og svo drilla brotin úr perunni niður. Magga öskraði – og hélt svo bara áfram með lagið. Svo hefur það auðvitað komið fyrir að mótleikarar gleyma að koma inn á sviðið, og maður hefur sjálfur lent í því oftar en einu sinni að gleyma textanum. Bessi Bjarnason heitinn, hann var nú mjög slunkinn í þessu. Ef hann lenti í því að gleyma textanum á sviði þá sagði hann bara við mótleikarann: „Og hvað segir þú um það?“ Þá varð maður að taka á móti boltanum og taka þetta þaðan! Í eitt skipti, þegar við vorum að sýna Pétur Gaut, þá var atriði þar sem við vorum þó nokkuð margir leikarar á sviðinu og setningar voru að ganga á milli. Einn leikari úr hópnum átti setningu sem var mjög mikilvæg og svo allt í einu kom hún ekki. Og ég brást þá við með að telja í huganum, einn, tveir, þrír, sneri svo baki í salinn og hermdi eftir honum, og sagði línuna hans. Þannig gat senan haldið áfram,“ rifjar Jói upp. Þetta er einmitt það sem gerir leiklistina svo lifandi. Hún gerist í augnablikinu. Þú verður að vera alveg til staðar, hlusta og taka inn það sem gerist. Þú þarft að vera hundrað prósent í “mómentinu” – og þar getur allt gerst. Það þýðir ekkert að vera með hugann annars staðar. Sársaukafullt á köflum Jói lék á sínum tíma í Gosa í Borgarleikhúsinu og margir muna eftir henni. „Það er alltaf ægilega gaman að leika fyrir börn. Ég hef alltaf gert það með reglulegu millibili.“ Hann rifjar upp eftirminnilegt atvik úr sýningu á Gosa. „Það er alltaf svo gaman að leyfa krökkum að taka þátt í sýningunni, spyrja út í salinn og fá viðbrögð. Ég notaði þetta trikk í einni senu þegar pabbinn er að leita að Gosa. „Hvar er hann krakkar? Hvert fór hann?" spurði ég og benti á einn stað: „Ég veit að hann fór þangað! Fór hann þangað?" Þá sprettur skyndilega upp maður um fertugt, einn pabbinn í salnum og kallaði æstur: „Þangað! Hann fór þangað!“Og allir horfðu á hann, það voru eitthvað í kringum fimm hundruð manns í salnum. Þessi pabbi lifði sig bara svona ótrúlega mikið inn í þetta, hann bara missti sig.“ Leiklistin getur verið slítandi starf. „Þú þarft að passa upp á líkamann, verkfærið þitt, næra þig og hvílast vel. Þessi vinna er þess eðlis að hún getur tekið þig allan. Þetta er þannig starf að það getur tekið á bæði andlega og líkamlega, og verið sársaukafullt á köflum. Maður sækir í raun og veru í allt; fólk sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina, bækur sem maður hefur lesið, hlutir sem maður hefur gengið í gegnum og svo framvegis og framvegis. Svo dettur manni bara sjálfum í hug eitthvað og ímyndunaraflið fer af stað. Og svo er náttúrulega bara leikritið sjálft; vel skrifað leikrit, það kveikir rosalega margar hugmyndir og á þessum tíma þegar verið er að æfa, þá ertu auðvitað verið að leita að leikritinu – og leikritið er að leita að þér. Þetta er ferðalag.“ Jóa þykir vænt um viðbrögðin sem hann hefur fengið frá fólki sem hefur séð hann á sviðinu í gengum tíðina.Vísir/Anton Brink Sækir orku úr náttúrunni Honum þykir alltaf vænt um það þegar fólk kemur upp að honum á förnum vegi og minnist á að hafa séð hann á sviðinu eða hlustað á röddina hans. „Mér þykir alltaf óskaplega vænt um það, eiginlega vænst af öllu. Maður finnur líka að þegar fólk segir þetta við mann, þá er það að meina þetta af öllu hjarta. Maður er auðvitað vanur því að sjá umfjallanir um verkin sem maður hefur verið í, gagnrýni og þess háttar sem er birt á hinum og þessum miðlum- en þetta er svona bein tenging við áhorfandann, og það er svo gaman. Í eitt skipti var ég í verslun að kaupa tommustokk og heyri þá sagt við hliðina á mér: „Talar þú stundum inn á teiknimyndir?“Ég sný mér við og sé litla fimm ára stelpu. „Ég svara: „Já, hvernig vissiru það?“Þá svarar hún: „Af því að ég þekkti röddina í þér!“ Börn eru náttúrlega svo einstök, þau eru svo nösk og næm.“ Línan „Ég drap Múfasa“ hefur fylgt Jóa í gegnum tíðina. Hann fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ frá þeim sem hafa horft á Disney myndina Konungur Ljónanna. Hann hefur gaman af því. „Núna nýlega var ég úti í búð, seint að kvöldi til þegar hópur af einhverjum unglingum kölluðu í átt að mér: „Hey, hey! Ert þú ekki leikari?! Ó mæ god! Þú varst að lesa Harry Potter!“ Og svo fóru þau að telja upp hitt og þetta sem þau höfðu séð mig í. „Ég var hlusta á lagið í Gosa!“ Þessa dagana er Jóhann lausráðinn; hann er orðinn eigin herra. En hann hefur nóg að gera, meðal annars við hljóðbókalestur og tónleikahald. Jói starfar núna í lausamennsku eftir að hafa verið fastráðinn í áratugi.Vísir/Anton Brink Hann er giftur Guðrúnu Sesselju Arnardóttur hæstaréttarlögmanni, leiðir þeirra lágu saman í upphafi níunda áratugarins og í dag hafa þau verið hjón í meira en þrjátíu ár. Þau starfa á ólíkum sviðum; Jói á sviðinu og Guðrún Sesselja í dómsalnum. „En lögfræðin og leiklistin eiga það samt sameiginlegt að það er verið að kljást við mannleg örlög; fólk og tilfinningar, ágreininga og flækjur. Þó að þessi störf séu gjörólíkt þá er margt sem þarna kallast á.“ Synir þeirra eru Jóhann Ólafur tölvunarfræðingur og forritari og Örn Gauti - sem hefur fetað í spor föður síns í leiklistinni og tónlistinni. Þeir feðgar munu, sem fyrr segir, stíga á svið saman í Borgarleikhúsinu og taka lagið. Leiklistin er þannig starf að það getur erfitt að vera með eitthvað hobbý eða áhugamál fyrir utan. Jóa hefur þó tekist á það; honum hefur til að mynda verið lýst sem fengsælum veiðimanni og geggjuðum grillara af félögum sínum. „Veiðin hefur verið áhugamál hjá mér í meira en fjörtíu ár, og svo líka hestarnir, það eru leifar af sveitinni. Yfir vetrarmánuðina er maður alltaf að láta sig dreyma um að fara eitthvað upp til fjalla og inn til dala á sumrin. Ná í orku úr náttúrunni.“ Leikhús Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Sjá meira
Jói Sig og Jói Stóri Jóhann og samstarfsfólk hans buðu upp á samskonar sýningu í Borgarleikhúsinu seinasta vor og það heppnaðist svo vel að það var ákveðið að endurtaka leikinn, nú seinast í Hofi á Akureyri og svo aftur í Borgarleikhúsinu þann 22.október næstkomandi. „Á fjölunum“ - þetta er gamalt hugtak, það var alltaf verið að segja: „Ertu ennþá á fjölunum?“ eða „Ertu ekki alltaf á fjölunum?“ Þegar ég fór af stað með þetta í byrjun þá settist ég niður og byrjaði að tína upp úr minningakistunni – og hún reyndist vera troðfull. Ég vildi hafa þetta skemmtilegt, tengja saman sögur og söngva og búa til flæði og skapa heild. Búa til skemmtilega kvöldstund,“ segir Jóhann en á sýningunni segir hann líka sögur, úr eigin lífi og úr leikhúsbransanum. Í æsku var hann kallaður Jói af systkinum sínum en Jóhann af foreldrum sínum, ömmu og afa. En eftir að hann gerðist leikari var hann kallaður Jói Sig. „Það byrjaði þannig að einn kollegi minn kallaði mig Jóa Sig þegar hann var að segja einhverjum öðrum frá mér – og þannig festist það við mig einhvern veginn,” segir Jói sem er líka oft kallaður Jói Stóri. Nafn sem er ef til við hæfi fyrir mann með stóra og mikla rödd og nærveru. „Ég hef að vísu enga hugmynd um hvaðan sú nafngift kemur, hver fann upp á henni. Þetta hefur bara komið upp í seinni tíð.“ Í sýningunni fer Jói í gegnum feril sinn með söngvum og sögum ásamt Karlakór Kópavogs undir stjórn Sigurðar Helga og sjö manna hljómsveitar Pálma Sigurhjartar, ásamt fjölda annarra gesta, þar á meðal eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona, Valgerður Guðnadóttir, Kristján Sigmundsson, Kristján Jóhannsson og Örn Gauti, sonur Jóhanns. Það er af nógu af taka af ferli sem spannar meira en fjóra áratugi. Í gegnum tíðina hefur Jóhann tekið þátt í uppsetningum á fjölmörgum söngleikjum; Fiðlaranum á þakinu, Vesalingunum, Jesus Christ Superstar, My Fair Lady, að ógleymdum Gosa. En ferillinn samanstendur ekki einungis af söngleikjum. Jói hefur nefnilega líka talað inn á fjölmargar Disney teiknimyndir sem lifa góðu lífi í huga margra Íslendinga. Konungur ljónanna, Aladín og Hringjarinn í Notre Dame þar á meðal. Þeir sem voru börn á fyrrihluta níunda áratugarins muna eflaust eftir Smjattpöttunum eða „Munch bunch“ en heil kynslóð barna fylgdist með ævintýrum þeirra í Stundinni okkar en þeir hurfu með jafnskjótum hætti og þeir höfðu birst. Jói las inn á 150 þætti og söng síðan öll lögin inn á plötu. Smjattpattalagið er að sjálfsögðu hluti af sýningunni og er næsta víst að margir foreldrar fá smá nostalgíu við að heyra: „Smjattpattar burt flúðu fljóttí frelsisleit um miðja nóttsvo fundu þeir sér fögur húsí friðsælum garði“ Ráðvilltur og leitandi í leiklistarnám Fyrir 44 árum útskrifaðist Jói úr Leiklistarskólanum. Hann fór þangað inn blautur á bak við eyrun, eins og hann orðar það sjálfur. Hann á erfitt með að festa fingur á hvaðan leiklistaráhuginn og hæfileikarnir komu. „Þegar ég var yngri þá ætlaði ég að verða bóndi, mamma og pabbi bjuggu í sveit þar sem mamma var organisti í kirkjunni og pabbi var í kórnum. Ég var mikið að spila á gítar í partýum og herma eftir þegar ég var yngri. Mamma mín, Guðrún Birna Hannesdóttir, hún hvatti mig alltaf mikið, hún hafði nefnilega lært leiklist hjá Lárusi Pálssyni í eitt ár, og fór svo seinna meir og gerðist píanókennari.“ Þegar Jói fór í prufurnar fyrir Leiklistarskólann á sínum tíma var hann að eigin sögn frekar rasandi og ráðvilltur ungur maður; hann var búinn að vera á samningi hjá Húsasmíðameistara í tvö ár og var ekki alveg viss um hvert hann vildi stefna. Einn vinur hans hafði nefnt við hann: „Jói, þú ættir að verða leikari!“ „Ég hafði farið áður í prufu, það var 1974 og ég var 18 ára. Og ég hugsaði ég með mér að ég ætlaði nú að prófa þetta. Svo kom inn fullt af fólki, Gísli Rúnars, Edda Björgvins og fleiri krakkar sem voru búin að vera helling í bransanum. Ég beið með þarna frammi, og í staðinn fyrir að fara með þeim inn – þá labbaði ég bara út. Ég hafði bara ekki kjarkinn í þetta þarna, ég var ekki tilbúinn. Ekki fyrr en þremur árum seinna. Svo bara flaug ég inn. Manni var hent í þetta. En þetta var ótrúlegur tími, þetta breytti lífi mínu. Þegar minn bekkur útskrifaðist árið 1981, þá fengum við öll vinnu strax. Við vorum fyrsti árgangurinn sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum, áður fyrr voru þetta tveir skólar, Leiklistarskóli SÁL og Leiklistarskóli leikhúsanna.Á þessum tíma hafði ekki verið útskrifaður hópur í tvö ár þannig að við komum nokkuð fersk inn á markaðinn. Við vorum þarna Karl Ágúst, Sigrún Edda, Guðbjörg Thoroddsen, Guðmundur Ólafsson, Júlíus Hjörleifsson og Guðjón Pederesen.“ Jói rambaði hálfpartinn inn í Leiklistarskólann á sínum tíma- en síðan var ekki aftur snúið.Vísir/Anton Brink Erfitt að velja uppáhaldshlutverk Hann hefur starfað óslitið við fagið síðan þá. Hlutverkin skipta hundruðum. Hann var lengst af í Þjóðleikhúsinu, í tæpa tvo áratugi. „Það er erfitt að nefna uppáhaldssýningu, eða hlutverk. En það sem stendur upp úr er til dæmis Bílaverkstæði Badda, sem var sýnt eitthvað í kringum 130 sinnum. Og svo verk eftir Ólaf Hauk Símonarson; Þrek og Tár og Hafið. Við sýndum Sölku Völku í 110 skipti minnir mig. Það voru alveg nokkrar sýningar sem fóru vel yfir hundraðið. Að leika í verkum eftir Anton Chekov og Shakespeare stendur líka upp úr. Mér þykir líka alltaf vænt um hlutverk sem ég lék í sýningunni Albert Snorko býr einn. Ég hef alla tíð haft nóg að gera, í leikhúsinu, bíómyndum og sjónvarpi. Á sínum tíma var ég mikið í útvarpsleikhúsinu og var að leika og syngja inn á plötur. Í seinni tíð hef ég síðan mikið verið að lesa hljóðbækur: ævisögur, fagurbókmennir og glæpasögur,“ segir Jói en á ferilskrá hans eru bækur á borð við Hobbitann, Petsamo eftir Arnald Indriðason, Samsærið eftir Eirík Bergmann, auk bóka eftir Jón Kalmann Stefánsson. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að hafa lesið inn á seríurnar af Harry Potter bókunum, þar sem hann hefur brugðið sér í líki meira en sjötíu karaktera. Leiklistin gerist í augnablikinu Í sýningunni 44 ár fjölunum segir Jói sögur úr leikhúsinu - og þær eru ófáar. Aðspurður um eftirminnileg atvik úr leikhúsinu í gegnum tíðina nefnir Jói nokkur dæmi. „Á sínum tíma var ég að leika í Söngvaseið í Þjóðleikhúsinu og við stóðum tvö á sviðinu, ég og Margrét Pétursdóttir leikkona. Þetta er í miðju lagi þar sem hún stendur og syngur voða fallega og ég horfi á hana. Þá allt í einu springur ljóskastari uppi í turninum þarna í leikhúsinu, með þessum svakalega hvelli. Magga öskrar upp fyrir sig og svo drilla brotin úr perunni niður. Magga öskraði – og hélt svo bara áfram með lagið. Svo hefur það auðvitað komið fyrir að mótleikarar gleyma að koma inn á sviðið, og maður hefur sjálfur lent í því oftar en einu sinni að gleyma textanum. Bessi Bjarnason heitinn, hann var nú mjög slunkinn í þessu. Ef hann lenti í því að gleyma textanum á sviði þá sagði hann bara við mótleikarann: „Og hvað segir þú um það?“ Þá varð maður að taka á móti boltanum og taka þetta þaðan! Í eitt skipti, þegar við vorum að sýna Pétur Gaut, þá var atriði þar sem við vorum þó nokkuð margir leikarar á sviðinu og setningar voru að ganga á milli. Einn leikari úr hópnum átti setningu sem var mjög mikilvæg og svo allt í einu kom hún ekki. Og ég brást þá við með að telja í huganum, einn, tveir, þrír, sneri svo baki í salinn og hermdi eftir honum, og sagði línuna hans. Þannig gat senan haldið áfram,“ rifjar Jói upp. Þetta er einmitt það sem gerir leiklistina svo lifandi. Hún gerist í augnablikinu. Þú verður að vera alveg til staðar, hlusta og taka inn það sem gerist. Þú þarft að vera hundrað prósent í “mómentinu” – og þar getur allt gerst. Það þýðir ekkert að vera með hugann annars staðar. Sársaukafullt á köflum Jói lék á sínum tíma í Gosa í Borgarleikhúsinu og margir muna eftir henni. „Það er alltaf ægilega gaman að leika fyrir börn. Ég hef alltaf gert það með reglulegu millibili.“ Hann rifjar upp eftirminnilegt atvik úr sýningu á Gosa. „Það er alltaf svo gaman að leyfa krökkum að taka þátt í sýningunni, spyrja út í salinn og fá viðbrögð. Ég notaði þetta trikk í einni senu þegar pabbinn er að leita að Gosa. „Hvar er hann krakkar? Hvert fór hann?" spurði ég og benti á einn stað: „Ég veit að hann fór þangað! Fór hann þangað?" Þá sprettur skyndilega upp maður um fertugt, einn pabbinn í salnum og kallaði æstur: „Þangað! Hann fór þangað!“Og allir horfðu á hann, það voru eitthvað í kringum fimm hundruð manns í salnum. Þessi pabbi lifði sig bara svona ótrúlega mikið inn í þetta, hann bara missti sig.“ Leiklistin getur verið slítandi starf. „Þú þarft að passa upp á líkamann, verkfærið þitt, næra þig og hvílast vel. Þessi vinna er þess eðlis að hún getur tekið þig allan. Þetta er þannig starf að það getur tekið á bæði andlega og líkamlega, og verið sársaukafullt á köflum. Maður sækir í raun og veru í allt; fólk sem maður hefur kynnst í gegnum tíðina, bækur sem maður hefur lesið, hlutir sem maður hefur gengið í gegnum og svo framvegis og framvegis. Svo dettur manni bara sjálfum í hug eitthvað og ímyndunaraflið fer af stað. Og svo er náttúrulega bara leikritið sjálft; vel skrifað leikrit, það kveikir rosalega margar hugmyndir og á þessum tíma þegar verið er að æfa, þá ertu auðvitað verið að leita að leikritinu – og leikritið er að leita að þér. Þetta er ferðalag.“ Jóa þykir vænt um viðbrögðin sem hann hefur fengið frá fólki sem hefur séð hann á sviðinu í gengum tíðina.Vísir/Anton Brink Sækir orku úr náttúrunni Honum þykir alltaf vænt um það þegar fólk kemur upp að honum á förnum vegi og minnist á að hafa séð hann á sviðinu eða hlustað á röddina hans. „Mér þykir alltaf óskaplega vænt um það, eiginlega vænst af öllu. Maður finnur líka að þegar fólk segir þetta við mann, þá er það að meina þetta af öllu hjarta. Maður er auðvitað vanur því að sjá umfjallanir um verkin sem maður hefur verið í, gagnrýni og þess háttar sem er birt á hinum og þessum miðlum- en þetta er svona bein tenging við áhorfandann, og það er svo gaman. Í eitt skipti var ég í verslun að kaupa tommustokk og heyri þá sagt við hliðina á mér: „Talar þú stundum inn á teiknimyndir?“Ég sný mér við og sé litla fimm ára stelpu. „Ég svara: „Já, hvernig vissiru það?“Þá svarar hún: „Af því að ég þekkti röddina í þér!“ Börn eru náttúrlega svo einstök, þau eru svo nösk og næm.“ Línan „Ég drap Múfasa“ hefur fylgt Jóa í gegnum tíðina. Hann fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ frá þeim sem hafa horft á Disney myndina Konungur Ljónanna. Hann hefur gaman af því. „Núna nýlega var ég úti í búð, seint að kvöldi til þegar hópur af einhverjum unglingum kölluðu í átt að mér: „Hey, hey! Ert þú ekki leikari?! Ó mæ god! Þú varst að lesa Harry Potter!“ Og svo fóru þau að telja upp hitt og þetta sem þau höfðu séð mig í. „Ég var hlusta á lagið í Gosa!“ Þessa dagana er Jóhann lausráðinn; hann er orðinn eigin herra. En hann hefur nóg að gera, meðal annars við hljóðbókalestur og tónleikahald. Jói starfar núna í lausamennsku eftir að hafa verið fastráðinn í áratugi.Vísir/Anton Brink Hann er giftur Guðrúnu Sesselju Arnardóttur hæstaréttarlögmanni, leiðir þeirra lágu saman í upphafi níunda áratugarins og í dag hafa þau verið hjón í meira en þrjátíu ár. Þau starfa á ólíkum sviðum; Jói á sviðinu og Guðrún Sesselja í dómsalnum. „En lögfræðin og leiklistin eiga það samt sameiginlegt að það er verið að kljást við mannleg örlög; fólk og tilfinningar, ágreininga og flækjur. Þó að þessi störf séu gjörólíkt þá er margt sem þarna kallast á.“ Synir þeirra eru Jóhann Ólafur tölvunarfræðingur og forritari og Örn Gauti - sem hefur fetað í spor föður síns í leiklistinni og tónlistinni. Þeir feðgar munu, sem fyrr segir, stíga á svið saman í Borgarleikhúsinu og taka lagið. Leiklistin er þannig starf að það getur erfitt að vera með eitthvað hobbý eða áhugamál fyrir utan. Jóa hefur þó tekist á það; honum hefur til að mynda verið lýst sem fengsælum veiðimanni og geggjuðum grillara af félögum sínum. „Veiðin hefur verið áhugamál hjá mér í meira en fjörtíu ár, og svo líka hestarnir, það eru leifar af sveitinni. Yfir vetrarmánuðina er maður alltaf að láta sig dreyma um að fara eitthvað upp til fjalla og inn til dala á sumrin. Ná í orku úr náttúrunni.“
Leikhús Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Sjá meira