„Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. október 2025 15:01 Elísabet segir andlát föður síns hafa mótað hana mest. „Það sem hefur mótað mig mest var þegar ég var í vinahópi þar sem vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig. Ég fór að bera mig saman við aðra og hugsa: „Af hverju get ég ekki verið jafn falleg og hún?“ Ég var að brjóta sjálfa mig niður án þess að taka eftir því. Með tímanum ákvað ég þó að snúa þessu við,“ segir Elísabet Victoría Líf Pétursdóttir, ungfrú Suðurnesjabær. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Elísabet Victoría Líf Pétursdóttir. Aldur: Sautján ára. Starf eða skóli? Ég er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og með skóla vinn ég á Ísbúð Huppu í Reykjanesbæ. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, ákveðin og góðhjörtuð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem koma fólki mest á óvart er hversu almennileg og jákvæð ég er við ókunnuga. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín fyrirmynd í lífininu er móðir mín og eldri systir mín. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest var þegar ég var í vinahópi þar sem vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig. Ég fór að bera mig saman við aðra og hugsa: „Af hverju get ég ekki verið jafn falleg og hún?“ Ég var að brjóta sjálfa mig niður án þess að taka eftir því. Með tímanum ákvað ég þó að snúa þessu við. Ég ákvað að taka mig á, byrja að hugsa jákvætt, og að lokum náði ég aftur sjálfstraustinu mínu og góðri sjálfsmynd. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín helsta áskorun sem ég hef þurft að ganga gegnum hefur verið að faðir minn lést og mín leið á að takast á við það var að fá stuðning og ást frá mömmu minni og fjölskyldu. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að kunna að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðann hátt. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er að geta eytt tíma með fjölskyldu og vinum. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég tek við stress og álagi mjög vel, vegna þess að ég hef lent í ýmsum áföllum og það fylgir mikið stress með því. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Hverning fólk kemur fram við þig er endurspeglun á hverning þau líta á sjálfan sig“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Eitt skipti þegar ég var að vinna var tekin mynd af mér og birt uppá sjónvarpið þegar ísbúðin var stút full af fólki. Neyðarlegasta atvikið fest á filmu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er ótrúlega góð í því að teikna og mála. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég dýrka þegar fólk geta verið þau sjálf í kring um mig. Þegar fólk getur verið almennileg og heiðarleg fæ ég vara hlý í hjartað En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi við fólk er þegar þau sýna enga virðingu og tala illa um fólk í kring um sig. Elísabet er ungfrú Suðurnesjabær. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að vera í ótrúlega vandræðalegum aðstæðum og komast ekki út úr þeim. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig í Danmörku að klára nám við arketektinn. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er spagettí og grjónagrautur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Billionare með Bruno Mars og Travie McCoy. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Frægustu einstaklingar sem mér dettur í hug er Aron Can og Floni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég myndi frekar vilja tala við fólk í persónu, vegna þess að það er svo ótrúlega auðvelt að misskilja gegnum skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ef ég fengi tíu milljónir myndi ég líklegast gefa mömmu minni 2.5, setja 2.5 í sparnað og gefa restina í góðgerðarfélög til barna og WWF/World wildlife fund, vegna þess að ég ætti þá pening til að getað hjálpað öðrum sem þurfa á þess að halda meira en ég. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér finnst þetta ótrúlega gott tækifæri bæði til þess að bæta sjálfstraustið mitt og afla mig sjálfa í ýmsum hlutum, og læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Líka ótrúlega gott tækifæri til þess að vekja athygli á einelti, samanburð og margt fleira. Ungfrú Ísland Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Elísabet Victoría Líf Pétursdóttir. Aldur: Sautján ára. Starf eða skóli? Ég er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og með skóla vinn ég á Ísbúð Huppu í Reykjanesbæ. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Jákvæð, ákveðin og góðhjörtuð. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem koma fólki mest á óvart er hversu almennileg og jákvæð ég er við ókunnuga. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín fyrirmynd í lífininu er móðir mín og eldri systir mín. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest var þegar ég var í vinahópi þar sem vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig. Ég fór að bera mig saman við aðra og hugsa: „Af hverju get ég ekki verið jafn falleg og hún?“ Ég var að brjóta sjálfa mig niður án þess að taka eftir því. Með tímanum ákvað ég þó að snúa þessu við. Ég ákvað að taka mig á, byrja að hugsa jákvætt, og að lokum náði ég aftur sjálfstraustinu mínu og góðri sjálfsmynd. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín helsta áskorun sem ég hef þurft að ganga gegnum hefur verið að faðir minn lést og mín leið á að takast á við það var að fá stuðning og ást frá mömmu minni og fjölskyldu. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að kunna að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðann hátt. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa í lífinu er að geta eytt tíma með fjölskyldu og vinum. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég tek við stress og álagi mjög vel, vegna þess að ég hef lent í ýmsum áföllum og það fylgir mikið stress með því. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Hverning fólk kemur fram við þig er endurspeglun á hverning þau líta á sjálfan sig“ Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Eitt skipti þegar ég var að vinna var tekin mynd af mér og birt uppá sjónvarpið þegar ísbúðin var stút full af fólki. Neyðarlegasta atvikið fest á filmu. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég er ótrúlega góð í því að teikna og mála. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég dýrka þegar fólk geta verið þau sjálf í kring um mig. Þegar fólk getur verið almennileg og heiðarleg fæ ég vara hlý í hjartað En óheillandi? Það sem mér finnst óheillandi við fólk er þegar þau sýna enga virðingu og tala illa um fólk í kring um sig. Elísabet er ungfrú Suðurnesjabær. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að vera í ótrúlega vandræðalegum aðstæðum og komast ekki út úr þeim. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig í Danmörku að klára nám við arketektinn. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Minn uppáhalds matur er spagettí og grjónagrautur. Hvaða lag tekur þú í karókí? Billionare með Bruno Mars og Travie McCoy. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Frægustu einstaklingar sem mér dettur í hug er Aron Can og Floni. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég myndi frekar vilja tala við fólk í persónu, vegna þess að það er svo ótrúlega auðvelt að misskilja gegnum skilaboð. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ef ég fengi tíu milljónir myndi ég líklegast gefa mömmu minni 2.5, setja 2.5 í sparnað og gefa restina í góðgerðarfélög til barna og WWF/World wildlife fund, vegna þess að ég ætti þá pening til að getað hjálpað öðrum sem þurfa á þess að halda meira en ég. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér finnst þetta ótrúlega gott tækifæri bæði til þess að bæta sjálfstraustið mitt og afla mig sjálfa í ýmsum hlutum, og læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. Líka ótrúlega gott tækifæri til þess að vekja athygli á einelti, samanburð og margt fleira.
Ungfrú Ísland Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Sjá meira