„Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2025 15:46 Daníel Guðni Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari Keflavíkur eftir síðasta tímabil. Daníel Guðni Guðmundsson segir jákvætt að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils og er spenntur að máta Keflavíkurliðið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld. Þar þurfi Keflvíkingar að hafa mjög góðar gætur á bakvörðum Stjörnunnar. Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland. Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Gott að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils Keflavík byrjaði tímabilið á hörkuleik, heimasigri gegn ÍR, en tapaði svo með tuttugu stigum fyrir Tindastóli í Síkinu í síðustu umferð. Í kvöld tekur liðið svo á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar. „Þetta er svolítið krefjandi leikjaplan til að byrja með, en það er líka mjög gott því þá fær maður að sjá hvernig maður stendur gagnvart bestu liðunum í deildinni… Þetta er líka bara nýtt lið að koma saman, margir nýir leikmenn og nýr þjálfari, þannig að það tekur smá tíma til að koma öllum í gang “ sagði Daníel Guðni Guðmundsson í samtali við Vísi fyrir leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Leiðtogarnir í liðinu hjálpa þjálfaranum að aðlagast Daníel ólst upp í Njarðvík og hefur einnig starfað fyrir Grindavík. Hann segir það hafa gengið vel að aðlagast þjálfarastarfinu í Keflavík og þakkar góðum og duglegum samstarfsfélögum fyrir það, en einnig leikmönnum liðsins. „Strákar sem hafa verið þarna undanfarin ár eru líka að hjálpa mér að aðlagast og skilja hvernig þetta hefur allt saman verið. Þeir segja líka hvað þeir, leiðtogarnir í liðinu, vilja sjá.“ Miklar breytingar milli tímabila Keflavík átti vonbrigðatímabil í fyrra, liðið rétt slefaði inn í úrslitakeppnina og var síðan sópað út í fyrstu umferð. Síðan þá hefur leikmannahópurinn tekið miklum breytingum, sem er ákveðin áskorun fyrir nýja þjálfarann. „Þetta er aðeins erfiðara en eins og hjá Tindastóli eða Stjörnunni til dæmis, liðum sem náðu að halda í helsta kjarnann. Við erum með færri lykilleikmenn í stórum hlutverkum frá ári til árs, það var auðvitað mikið af erlendum leikmönnum sem rúlluðu inn og út á síðasta tímabili. Þannig að já, það eru miklar breytingar, menn eru enn að finna sig og sitt hlutverk.“ Daníel segist ánægður með leikmannahópinn sem hann hefur og sér ekki fram á breytingar á næstunni. „Já, við erum búnir að fullmanna stöðurnar, eins og við viljum hafa liðið okkar núna.“ Íslandsmeistararnir mæta í Sláturhúsið Keflavík tekur á móti Stjörnunni í stórleik kvöldsins í Bónus deildinni og Daníel segir greinilegt hvað Keflavík þarf helst að varast. „Þeir eru með svo marga góða bakverði og hlaupa völlinn gríðarlega fljótt. Eftir varnarfrákast hlaupa þeir bara upp völlinn og sækja á hringinn, svo fljótt. Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum þeirra. Þeir geta allir skotið fyrir utan og keyrt á körfuna, þannig að við þurfum að vera með okkar allra besta varnarleik ef við ætlum að ná í úrslit í kvöld.“ Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland.
Körfubolti Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira