Lífið

Andri Björns stendur vaktina allar helgar

Boði Logason skrifar
Andri Björns verður með hlustendum FM957 allar helgar á milli 12 og 16.
Andri Björns verður með hlustendum FM957 allar helgar á milli 12 og 16. Sýn

Andri Freyr Björnsson hefur tekið við sem helgarstjóri á FM957 og mun sitja vaktina í stúdíóinu alla laugardaga og sunnudaga milli klukkan 12 og 16.

Andri Björns er mörgum kunnur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum en hann er með yfir 28 þúsund fylgjendur á TikTok þar sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtileg myndbönd og eftirminnilega karaktera.

Síðustu átján mánuði hefur Andri verið hluti af FM957 á laugardögum milli klukkan 16 og 18 en stígur nú inn í stærra hlutverk á stöðinni.

„Að vera í útvarpi er það skemmtilegasta sem ég geri. Þess vegna er ég hrikalega spenntur fyrir þessum nýja kafla. Ég hlakka mikið til að peppa fólk fyrir laugardagskvöldin og svo að hjálpa fólki í gegnum sunnudaginn ef það var jafnvel einum of gaman kvöldið áður,“ er haft eftir Andra í tilkynningu.

Egill Ploder, dagskrárstjóri FM957, segir breytinguna hluta af áframhaldandi þróun í dagskrá stöðvarinnar.

„Helgarnar hafa verið svolítið slitnar hjá okkur og með þessari breytingu erum við að bæta enn frekar heildarbrag stöðvarinnar. Andri er ungur og gríðarlega metnaðarfullur og við erum spennt að gefa honum þetta tækifæri. Við vitum að hann mun nýta það vel.“

Andri tekur formlega til starfa í dag og fer þátturinn hans í loftið, eins og áður sagði, klukkan tólf.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.