Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2025 12:03 Ross var 115 daga að synda í kringum landið. Það var einn maður sem varði sumrinu á Íslandi og var ekki svo heppinn að eiga afslappað sumar: Sundkappinn Ross Edgley sem setti heimsmet þegar hann kom í land í Nauthólsvík eftir að hafa synt 1600 kílómetra í kringum landið á 115 dögum. Fréttastofa Sýnar fylgdist vel með svaðilför kappans þar sem Ross lenti í alls konar hremmingum og ævintýrum. Þar má nefna strandaða hvalahjörð, tugi marglyttna í andlitið og vonskuveður í öllum landshlutum. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Tómas Arnar í gegnum allt ferlið. Til að byrja með hitti hann kappann á sundæfingu um miðjan maí nokkrum dögum áður en hann hélt á vit ævintýranna. Algengasta spurningin sem fréttamaður fékk í sumar á meðan hann fylgdist með för kappans var án efa: „Hvernig dettur honum þetta í hug?“ „Árið 2018 synti ég í kringum Bretland. Ég skoðaði kortið og leitaði að öðrum löndum til að synda í kringum. Vinur minn Chris Hemsworth, sem leikur Þór í Marvel-söguheiminum, kynnti mig fyrir norrænum þjóðsögum. Þá komumst við að því að Ísland er það næsta sem hægt er að komast að því að synda í kringum Ásgarð,“ segir Ross sem fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum. Hann æfði í heilt ár fyrir sumarið og reyndi að fita sjálfan sig eins mikið og hann gat. Þetta sagði Ross fyrir verkefnið sjálft. Hann viðurkenndi seinna meir að hann gerði sér engan veginn grein fyrir hve erfitt verkefni væri fram undan. Tómas hitti Ross og tók stöðuna á honum strax í fyrsta stoppi hans í landi í Grundarfirði eftir tvær vikur, að synda í sex tíma og borða og hvílast í sex tíma til skiptis. Þá var sjóferðin strax farin að taka sinn toll bæði á líkama Ross og sjóveiki farin að setja strik í reikninginn. „Þetta hefur verið erfitt. Ég ætla ekki að ljúga að þér. Það má segja að íslenska hafið hafi tekið nokkrar sálir. Við erum að missa fólk úr áhöfninni. Það er mjög skiljanlegt. Teymið hefur drýgt hetjudáð. Fólk átti erfitt með að halda niðri mat,“ sagði Ross í maí. Og tíminn leið og ýmislegt gekk á. Tómas fór í sumarfrí en á meðan stóð Ross vaktina úti á sjó og næst þegar fréttastofa heyrði í honum var hann hálfnaður á vegferð sinni. Tómas fylgdist með ferðlaginu í sumar. „Við lentum í vélarbilun í Grímsey og gestrisnin hefur verið ótrúleg. Ókunnugt fólk var mætt strax á svæðið og spurði hvað okkur vantaði. Þetta er einstakur staður,“ sagði Ross á miðri leið. Það var ekki fyrr en um 50 dögum síðar sem það dró til tíðinda að kappinn kláraði síðustu kílómetrana í sjónum og kom loks í land við mikið pomp og prakt í Nauthólsvík þar sem margmenni kom saman til að berja Bretann augum. „Þegar ég byrjaði þá vissi ég að þetta yrði ævintýri en þetta hefur verið æðislegt. Maður fékk fjórar árstíðir í einum sundspretti. Mér finnst eins og ég hafi verið ættleiddur og ég er svo þakklátur að þau leyfðu þessum skrýtna tjalla að synda í kringum þetta fallega land,“ sagði Ross þegar markmiðinu var náð. Hér að neðan má sjá yfirferðina um ferðalag Ross í kringum landið. Ísland í dag Sjósund Íslandsvinir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
Fréttastofa Sýnar fylgdist vel með svaðilför kappans þar sem Ross lenti í alls konar hremmingum og ævintýrum. Þar má nefna strandaða hvalahjörð, tugi marglyttna í andlitið og vonskuveður í öllum landshlutum. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Tómas Arnar í gegnum allt ferlið. Til að byrja með hitti hann kappann á sundæfingu um miðjan maí nokkrum dögum áður en hann hélt á vit ævintýranna. Algengasta spurningin sem fréttamaður fékk í sumar á meðan hann fylgdist með för kappans var án efa: „Hvernig dettur honum þetta í hug?“ „Árið 2018 synti ég í kringum Bretland. Ég skoðaði kortið og leitaði að öðrum löndum til að synda í kringum. Vinur minn Chris Hemsworth, sem leikur Þór í Marvel-söguheiminum, kynnti mig fyrir norrænum þjóðsögum. Þá komumst við að því að Ísland er það næsta sem hægt er að komast að því að synda í kringum Ásgarð,“ segir Ross sem fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum. Hann æfði í heilt ár fyrir sumarið og reyndi að fita sjálfan sig eins mikið og hann gat. Þetta sagði Ross fyrir verkefnið sjálft. Hann viðurkenndi seinna meir að hann gerði sér engan veginn grein fyrir hve erfitt verkefni væri fram undan. Tómas hitti Ross og tók stöðuna á honum strax í fyrsta stoppi hans í landi í Grundarfirði eftir tvær vikur, að synda í sex tíma og borða og hvílast í sex tíma til skiptis. Þá var sjóferðin strax farin að taka sinn toll bæði á líkama Ross og sjóveiki farin að setja strik í reikninginn. „Þetta hefur verið erfitt. Ég ætla ekki að ljúga að þér. Það má segja að íslenska hafið hafi tekið nokkrar sálir. Við erum að missa fólk úr áhöfninni. Það er mjög skiljanlegt. Teymið hefur drýgt hetjudáð. Fólk átti erfitt með að halda niðri mat,“ sagði Ross í maí. Og tíminn leið og ýmislegt gekk á. Tómas fór í sumarfrí en á meðan stóð Ross vaktina úti á sjó og næst þegar fréttastofa heyrði í honum var hann hálfnaður á vegferð sinni. Tómas fylgdist með ferðlaginu í sumar. „Við lentum í vélarbilun í Grímsey og gestrisnin hefur verið ótrúleg. Ókunnugt fólk var mætt strax á svæðið og spurði hvað okkur vantaði. Þetta er einstakur staður,“ sagði Ross á miðri leið. Það var ekki fyrr en um 50 dögum síðar sem það dró til tíðinda að kappinn kláraði síðustu kílómetrana í sjónum og kom loks í land við mikið pomp og prakt í Nauthólsvík þar sem margmenni kom saman til að berja Bretann augum. „Þegar ég byrjaði þá vissi ég að þetta yrði ævintýri en þetta hefur verið æðislegt. Maður fékk fjórar árstíðir í einum sundspretti. Mér finnst eins og ég hafi verið ættleiddur og ég er svo þakklátur að þau leyfðu þessum skrýtna tjalla að synda í kringum þetta fallega land,“ sagði Ross þegar markmiðinu var náð. Hér að neðan má sjá yfirferðina um ferðalag Ross í kringum landið.
Ísland í dag Sjósund Íslandsvinir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira