Fótbolti

Cecilía og Karó­lína verða líka í pottinum með Blikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliði Internazionale í Albaníu í kvöld.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliði Internazionale í Albaníu í kvöld. Getty/Francesco Scaccianoce

Ítalska félagið Internazionale er komið áfram í sextán liða úrslit í Evrópubikar kvenna í fótbolta.

Blikakonur komust þangað fyrr í kvöld og Íslendingaliðið frá Milanó bætti í hópinn klukkutíma síðar.

Það var reyndar ekki mikil hætta á öðru eftir 7-0 sigur á albanska liðinu Vllaznia í fyrri leiknum.

Inter vann leikinn í kvöld 5-0 og þar með samanlagt 12-0.

Inter leyfði sér að hvíla íslenska landsliðsmarkvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var aftur á móti í byrjunarliðinu.

Inter skoraði eina mark fyrri hálfleiks og þar var á ferðinni hin maltneska Haley Bugeja strax á áttundu mínútu eftir undirbúning Benedettu Glionna. Karólína Lea nældi sér í gult spjald þremur mínútum síðar.

Karólína Lea var tekin af velli í hálfleik.

Inter skoraði fjórum sinnum í seinni hálfleik en mörkin skoruðu þær Elisa Polli, Benedetta Glionna, Martina Tomaselli (víti) og Marie Detruyer. Detruyer kom einmitt inn á fyrir Karólínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×